Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 34
Múlaþing
Hér þarf að hafa í
huga að það að vera „ógift
kona“ hafði áhrif á allt ferli
útflutningsins. Staða ógiftra
kvenna fól í sér ákveðna
óvissu og því hefur verið
haldið fram að munurinn
á því að flytjast einhleypur
milli landa eða í hjúskap hafí
verið meiri fyrir konur en
karla. Á tímum þegar staða
giftra kvenna var að miklu
leyti ákvörðuð út frá stöðu
þeirra innan fjölskyldunnar
var ákvörðunin um að flytja
og sjálft ferlið ólíkt fyrir
einhleypar konur og giftar.5
Hér verður sett fram
sú tilgáta að fyrir hendi sé
ákveðinn hópur kvenna sem
hafi „gleymst“, eða ekki
verið fjallað um, bæði í
sögu vesturferða og íslenskri
kvenna- og kynjasögu. Þetta
eru einhleypar konur sem
fluttust til Vesturheims.
Þær tilheyra ekki íslenskri
embættismannastétt en eru heldur ekki
vinnukonur, eða voru það a.m.k. ekki nema
stuttan tíma, ef þær voru það á annað borð.
Þær eru eitthvað þar á milli og mikilvægt er
að skilgreina í hverju staða þeirra felst. Hér
verður því haldið fram að þessar konur hafí
búið yfír tilteknu „kapítali“ eða „auðmagni“6
Sjá Guillermina Jasso, „Migration, Human Development and
the Life Course“, í Handbook of the Life Course. Ritstj. Jeylan
T. Mortimer og Michael J. Shanahan (New York 2003), bls. 331,
335; Kathie Friedman-Kasaba, Memories ofMigration. Gender,
Ethnicity, and Work in the Lives ofJewish and Italian Women in
New York, 1870-1924 (New York 1996), bls. 9; Ann-Sofie
Ohlander, Kárlek, Död och Frihet. Historiska uppsatser om
mánniskovárde och livsvillkor i Sverige (Stokkhólmur 1986),
bls. 112.
Pierre Bourdieu, Distinction, A Social Critique of the Judgement
ofTaste (Cambridge, Massachusetts 1984).
Ingibjörg Björnsdóttir til hœgri og Rannveig Eiríksdóttir. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
sem er hugtak sem ég kem nánar að hér á
eftir, þær hafí átt eitthvað undir sér, svo sem
menntun, starfsframa eða ætt.
Þessi hugmynd byggir m.a. á rannsókn á
minningargreinum sem skipuðu mikilvægan
sess í íslenskum blöðum sem gefín voru út
í Kanada og einnig æviágripum í Vestur-
íslenzkum æviskrám. Hér er að finna
upplýsingar um talsverðan fjölda kvenna sem
fluttust ógiftar frá Islandi og virðast hafa séð
fyrir sér sjálfar, a.m.k. í nokkum tíma eftir
komuna til Norður-Ameríku. En í flestum
tilfellum fluttu þær til Kanada. Rannsóknin
sýnir að þessar konur falla einmitt undir
áðurnefndar skilgreiningar, þær tilheyra
yflrleitt ekki efstu lögum samfélagsins
en virðast heldur ekki hafa starfað sem
32