Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 38
Múlaþing
sjúkrahússins, svo og samning milli
spítalanefndarinnar og forstöðukonu
spítalans. Bæjarstjórnin veitti Jóhönnu
Ketilsdóttur forstöðukonu sýslanina og
fól spítalanefndinni að láta hana undirskrifa
samning. Hjeraðslæknirinn var á fúndinum
og tók þátt í gjörðum bæjarstjómarinnar.24
Undir þetta rituðu sex bæjarfulltrúar. Þrátt
fyrir velgengni í starfí tók Jóhanna þó, sam-
kvæmt minningargreininni, að verða vör við
að það „átti síður en ekki vel við heilsu hennar.
Sjúkdómar og dauðsföll virtust vera henni
ofvaxið að horfa upp á.“ Og enda þótt henni
liði „þessi ár að mörgu leyti vel, og innilegs
áhuga fyrir velferð stofnunarinnar... þá sagði
hún stöðunni lausri vorið 1903.“ Tók hún þá
að hugsa sér til hreyfmgs vestur um haf til
Kanada en þangað voru bæði bróðir hennar og
sonur fluttir áður. 1 minningarorðunum segir
að hún hafí sagt „skilið við allt sem henni var
kært á ættjörðinni“ og flutt þá um sumarið
„til Winnipeg með Guttorm son sinn, þá 11
ára og lifði hún með honum og Jóni bróður
sínum ... í borginni upp frá því.“25 Höfundur
minningargreinarinnar minnist ekkert á
hvað hún tók sér fyrir hendur við komuna
til Kanada en í blaðinu Lögbergi í nóvember
1904 kemur fram að Jóhanna Ketilsdóttir
taki sauma og einnig að hún hafí pláss handa
tveimur stúlkum í fæði og húsnæði.26 í það
minnsta er ljóst að þama var á ferð kona sem
hafði möguleika og fann leiðir til að móta sitt
eigið lífshlaup að nokkru leyti og um leið að
sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni alla ævi.
24 Héraösskjalasafn Austfirðinga. Sey - 110 - 1. Gjörðabók fyrir
SeyðisQarðarkaupstað (bæjarstjóm). 2. janúar 1895 - 24. júní
1908, bls. 108-109.
25 Lögberg 17. nóvember 1904, bls. 8.
26 Lögberg 17. nóvember 1904, bls. 8. Jóhanna Ketilsdóttir er ekki
algengt nafn en í Vesturfaraskrá em samt tvær með því nafni.
Hin fór eins árs gömul ásamt foreldrum sínum árið 1887. Sjá
Júníus H. Kristinsson, Vesturfaraskrá 1870-1914 (Reykjavík
1983), bls. 105.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
Sigbjörnsson (1876-1951)
Önnur kona sem hér skal rædd er Anna
Sigríður Guðmundsdóttir Sigbjömsson frá
Rjúpnafelli í Vopnafirði. Anna andaðist að
heimili sínu í grennd við Leslie, Saskatchewan,
24. apríl 1951. Ritaði bróðirhennar Björgvin
Guðmundsson minningargrein um hana
sem birtist í Lögbergi 18. október sama ár.
Anna var fædd á Gmnd í Jökuldal í Norður-
Múlasýslu árið 1876. Vom foreldrar hennar
Guðmundur Jónsson, „af Hauksstaða- og
Hróaldsstaðaættum í Vopnafirði“ eins og
segir í minningarorðunum, og Anna Margrét
Þorsteinsdóttir, „af Melaætt í Fljótsdal.“
Anna var „með foreldrum sínum, er bjuggu
á ýmsum stöðum í Vopnafirði, lengst af þó
36