Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 41
Sigurður Kristinsson
Jóhann Magnús Bjamason skáld í Kanada
r
og Ami Oddsson lögmaður á Leirá
Jóhann Magnús Bjarnason fæddist í
Meðalnesi í Fellum N. Múlasýslu 24.
maí 1886. Var í báðar ættir kominn
af bændaættum á Héraði. Móðir hans var
Kristbjörg Magnúsdóttir frá Birnufelli í
Fellum og átti ætt sína þar í sveit. Faðir hans
hét Bjami Andrésson, ættaður og upprunninn
af Jökuldal og Hrafnkelsdal en kom um 1854
frá Hnefilsdal að Meðalnesi með föður sínum
sem lést þar vorið 1860. Bjami bjó þar til
1869 en fluttist svo að Setbergi í Fellum og
þaðan eftir árið að Fljótsbakka í Eiðaþingá.
Kristbjörg og hann áttu sex böm, ijögur dóu
ung en tvö lifðu og fluttust með þeim til
Ameríku 1875. Yngsta bam þeirra var dóttirin
Anna. Hún giftist vestra en lést úr blóðnösum
misseri eftir giftinguna.
Bjami og Kristbjörg dvöldust fyrstu árin í
Nova Scotia á austurströndinni og hugðust lifa
á fískveiðum en sú von brást og þau fluttust þá
inn í landið í grennd við íslendingabyggðimar
og þar dvaldist Jóhann Magnús að mestu
eftir það. Hann lauk gagnfræðaprófi og var
lengst af barnakennari á vetrum en vann ýmis
störf á sumrin fyrst um sinn. Hann gerðist
svo mikilvirkur rithöfúndur, skrifaði margar
ævintýrasögur á góðri og ljúfri íslensku, sem
hann tileinkaði sér með ágætum. Var hlutur
Islendinga jafnan sterkur í sögunum.
Af þekktustu sögum hans má nefna
Brasilíufara. / Rauðarárdalnum, Eirík
Hansson og smásagnasöfnin: Vornœtur á
Elgsheiðum, Haustkvöld við hafið og Sögur
ogkvæði. Ljóðmæli, leikrit o. fl. Þá átti hann
í bréfaskriftum við ýmsa og má sérstaklega
nefna Stephan G. Stephansson en á honum
hafði Jóhann Magnús mikið dálæti. Bréf hans
til Stephans vom gefín út 1971, löng syrpa.
Ritsafn Jóhanns var í heild gífurlegt,
skrifað í léttum stíl og ljúft aflestrar eins
og málið var best talað á Héraði. Mun hann
einkum hafa notið frásagnagleði móður
sinnar og viðurkenndi það í sambandi við
Amakvæði. Hljóðvilla fínnst ekki í kvæðinu.
Ritstörfín munu ekki hafa gefíð höfundi
mikið í aðra hönd, svo að hann var jafnan
fátækur. Hann þráði að koma heim til íslands
og líta heimabyggð á Héraði. Af því varð þó
ekki vegna fátæktar og heilsuleysis á effi ámm.
Kona hans hét Guðrún Hjörleifsdóttir. Þau
bjuggu síðustu árin í Elfros í Saskatchewan-
fylki og lést hann nærri áttræður árið 1945.
Hér verður aðeins gerð grein fyrir
Árnakvæði og tilurð þess. Það íjallar um
ævintýralega ferð Áma sonar Odds biskups
39