Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 42

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 42
Múlaþing Einarssonar í Skálholti. Ámi fór til Kaup- mannahafnar með haustskipi og dvaldist þar næsta vetur við að fá leiðréttingu á málum föður síns en þau vora af ýmsu tagi. Það var Herluf Daae höfuðsmaður á Bessastöðum, sem hafði lagt fram ýmsar ákærur á hendur biskupi og voru flestar rangar. En Áma tókst að sanna sakleysi föður síns og fékk skjöl frá konungi til að leggja fram á Alþingi næsta sumar. En Herluf Daae var líka í Kaupmannahöfn og vissi vel um þennan framgang mála. Hann tók þá til bragðs að banna kaupmönnum að flytja Áma til íslands. Áma þótti nú óvænlega horfa en tókst þó um síðir að komast með Vopnafjarðarskipi til landsins. Þá var orðið svo stutt til þings að þangað gat Árni ekki komist í tæka tíð, nema hann fengi afburða duglega hesta til ferðar. Frétti hann að bóndinn á Hákonarstöðum á Jökuldal ætti mjög sterklegan og taminn hest, sem var nefndur Högni. Ámi hefur trúlega farið Vatnajökulsleið áður með föður sínum í vísitasíuferð. Fara þurfti síðari hluta nætur og snemma morguns um Síðdegisflæður til að sleppa við vatnavexti frá flæðunum og í Kreppu. Hið nýja Nornahraun er á flæðunum. Höfundur þessarar samantektar hefur nokkram sinnum farið þessa leið frá og til Herðubreiðarlinda austan undir Dyngjuíjöllum og að sjálfsögðu í bíl. Verður nú Ámakvæði látið segja til um framgang ferðarinnar. Árni Oddson varð lögmaður laust eftir 1630. Settist þá að á Leirá „sunnan heiðar“ í Borgar-ijarðarsýslu. Varð mjög vinsæll í héraði og naut mikillar virðingar í lögmannsumdæminu. Liðu svo tímar fram til 1662 að Friðrik 3. tók við völdum í Danaríki. Lét hann þá Hinrik Bjelke höfuðsmann, sem sat á Bessastöðum, boða til fúndar í Kópavogi. Þar áttu fyrirmenn Islendinga að sverja konungi trúnaðarreiða, svokallaða einvaldsskuldbindingu. Jóhann Magnús Bjarnason og kona hans Guðrún Hjörleifsdóttir. Eigandi myndar: Olöf Sölvadóttir. Árni Oddsson og Brynjólfur biskup Sveinsson voru helstir til andsvara fyrir Islendinga og mæltu í móti þessu. Benti þá höfuðsmaður á röð af vopnuðum hermönnum, sem stóðu þarna á verði og sagði: „Sjáið þið þessa“. Sáu þá Ámi lögmaður og Brynjólfur biskup hvað verða skyldi. Gátu þeir þó samið við höfuðsmann um að draga úr áhrifum einveldisins eftir mætti um sína daga. Sögn er að Ámi Oddson hafi skrifað tárfellandi undir einvalds - skuldbindinguna og varð eins konar þjóðardýrlingur í sögum á íslandi næstu aldir. Er Ámakvæði gott dæmi um þessa arfsögn og sýnir líka hvernig hún barst til Ameríku með íslensku landnemunum sem þangað fluttust á siðasta fjórðungi 19. aldar. Móðir Jóhanns Magnúsar sagði honum söguna, þegar hann var drengur í Ameríku en hún var löngu dáin, þegar hann samdi kvæðið. í bréfi sagðist Magnús vita, að mörg atriði væra hæpin í kvæðinu en hann hefði hvorki tíma né getu til að lagfæra það. Kvæðið færi heim til Islands með fleiri verkum sínum til útgáfú hjá Áma Bjamasyni áAkureyri. 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.