Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 52
Múlaþing
í Fljótsdal - Af Fljótsdælum
Margt nýtsárlegt bar fyrir augu mér þama í
óþekktu umhverfi innan um alla ókunnuga.
En ég var svo heppinn að lenda þarna á þrif-
legt og gott heimili ágætra manna. Þá bjó í
Bessastaðagerði ekkjan Margrét Hallsdóttir
[Halladóttir], og var þá Halli sonur hennar
uppkominn og fyrirvinna hjá móður sinni. Á
því heimili fór saman háttprýði fólksins og
hirtni í allri umgengni. Sagt var að húsfreyjan
hefði þvegið hlóðarsteinana, hvað þá annað,
og þótti nágrönnum hennar það nokkuð langt
gengið. Heyrt hafði ég það eftir Þorvarði lækni
Kjerúlf, að hann hafí átt að segja við útlending
sem bað hann um að sýna sér snoturt og vel
um gengið sveitaheimili, að þá skyldu þeir
koma í Bessastaðagerði.
Það voru mikil viðbrigði fyrir mig
unglinginn, að koma úr Vopnafírði og austur
í Fljótsdal; það var allt svo ólíkt því sem
ég hafði vanist. Fyrst og fremst fólkið, og
yfir höfuð velmegun öll jafnari. Fjöldi fjár á
hverjum bæ og ijöldi hesta. En enginn fiskur
og enginn sjór.
Helstu menn á þeim tíma í Fljótsdal em
þeir synir séra Stefáns prófasts á Valþjófsstað,
Árnasonar frá Kirkjubæ, þeir Sigfús á
Klaustri og Ólafur í Hamborg. Þá má nefna
Sæbjöm ríka á Hrafnkelsstöðum, Egilsson;
Jón Einarsson á Víðivöllum ytri, Jónas son
hans á Bessastöðum; Andrés Kjerúlf á Melum;
Þorstein hreppstjóra í Brekkugerði, og þá
Amheiðarstaðabændur, Einar Guttormsson
og Sölva Vigfússon. Þetta vom allra gildustu
bændur sveitarinnar á þeim tíma. Annars mátti
heita að allir búendur í Fljótsdal væm gildir
bændur. Þar þekktust þá engin sveitarþyngsli.
Fljótsdælingar áttu marga og góða hesta, enda
vom margir sem sátu þá vel, en fremstir þóttu
í þeim hóp þeir Sigfús á Klaustri og Ólafur
í Hamborg.
Framfarir voru meiri í Fljótsdal en ég hafði
vanist áður. Þá er stunduð þar kartöflurækt og
vatni veitt á engjar og tún. Ég man eftir því
um vorið eftir að ég kom að Bessastaðagerði,
hefír líklega [verið] fyrsta sunnudaginn sem
ég var þar. Þá var mér skammtað, ásamt öðmm
mat, feitt sauðakjöt og íslenskar kartöflur,
sem höfðu verið geymdar heima um veturinn.
Mér þótti þetta svo nýstárlegt að það festist í
minni mínu. Annars tel ég óhætt að fullyrða
að Fljótsdælingar hafí staðið fremstir í fram-
fömm búnaðarins af sveitum á Austurlandi á
þeim tíma.
Eitt var enn sem mér þótti nýstárlegt
í Fljótsdal. Það voru hinir svokölluðu
„skrúfufundir“. Þar vom margir vinnumenn,
sem áttu íjölda fjár og hesta, en höfðu hins
vegar - enginn - hærra en 80 króna kaup,
en það hrökk ekki til þess að þeir gætu haft
gripastofn sinn á kaupinu, svo þeir vildu
skrúfa kaupið upp í 100 krónur. Þeir höfðu
fundahöld sín á milli um þetta mál; ekki vissi
ég hvort þeir gátu komið kröfum sínum fram,
en þetta held ég áreiðanlega að sé fyrsta spor
jafnaðarstefnunnar hér á landi.3
Einu íþróttir sem tíðkaðar vom þá í Fljótsdal
vom glímur; þær vora háðar í sambandi við
„skrúfufundina”, og undir berum himni,
því hvergi fékkst húspláss. Formaður þessa
félagsskapar var þá Guðmundur Hallason í
Bessastaðagerði, greindur og gegn maður,
síðar bóndi að Mýnesi í Eiðaþinghá og Hreims-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá.
Mestan fróðleiksmann af þeim bændum
sem ég hefí nefnt tel ég vera Andrés Kjerúlf
á Melum. Ég hafði náin kynni af honum,
bæði þetta ár sem ég var í Bessastaðagerði,
og aftur 1880, þá eram við saman í Hrafns-
gerði, hjá Eiríki syni hans, sem tók jörðina
til ábúðar þegar Páll Vigfússon flutti þaðan
að Hallormsstað.
Daglega var Andrés fremur þurr, og virtist
fremur óþjáll í sambúð, en tæki maður hann
3 Sjá grein H. Hall.: Skrúfufélagið í Fljótsdal, Glettingur 13 (2):
37-40, 2003.
50