Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 55
Úr æviminningum Kristjáns Jónssonar Vopna
Páll Vigfússon. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
Guðríður Jónsdóttir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
hávaða fyrir framan í baðstofunni þurfti hann
ekki annað en birtast í húsdyrunum, þá datt
allt niður, og þó var hann góður við böm sín.
Sá var ljóður á ráði Andrésar að honum þótti
heldur gott í staupinu, svo hans miklu og
góðu hæfíleikar notuðust verr en ella, einkum
varð þetta tilfínnanlegt eftir fráfall konu hans,
sem hann mátti ekki við að missa. Andrés dó
hjá tengdasyni sínum, Sigurði Einarssyni,
Hafursá.
r
I Fellum - Af Fellamönnum
I Hrafnsgerði
Vorið 1878 ræðst ég vinnupiltur að Hrafns-
gerði í Fellum, til Páls Vigíussonar cand. phil.
prests að Asi, er síðar bjó að Hallormsstað í
Skógum, föður Sigrúnar Blöndal skólastýru
Húsmæðraskólans á Hallormsstað og Gutt-
orms Pálssonar skógfræðings á Hallormsstað.
Á þessum tíma em þama nágrannar þrír
lærðir menn, skólabræður, þeir Þorvarður
læknir Kjerúlf á Ormarsstöðum, séra
Sigurður Gunnarsson, Ási, og Páll Vigfússon
í Hrafnsgerði. Þorvarður var fremur lágur
maður, þrekinn, fallegur á fæti, og talinn mikill
vitsmunamaður, einkum var hann gefinn fyrir
náttúmvísindi. Hann þótti fremur góður læknir
og sérstaklega laginn á að hjúkra konum í
bamsnauð. Hann var mikill athafnamaður í
búskap; veitti vatni bæði á tún og engjar og
lét hlaða mikla flóðgarða. Einnig lét hann
taka upp mikinn svörð til eldsneytis, sem
ég hygg að hafí verið óþekkt þar um slóðir.
Hann er fyrsti maður á Héraði sem átti kerru,
sem hann notaði við heimilisstörfm, en sá var
munur á að hann notaði hest fyrir; þar sem ég
sá síðar aðra draga þær á sjálfum sér, og þótti
þó áhald þetta hið mesta þing. Ennfremur má
nefna tóvinnuvélar: kembi- og spunavélar,
53