Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 56
Múlaþing
sem hann lét byggja yfir [við] Ormarsstaðaá
og lét ganga fyrir vatnsafli. Einnig fékk hann
sér nýmóðins vefstól, svokallaðan hraðskyttu-
vefstól, og mann til að vefa á honum. Þetta
sýnir hversu hann var mikill athafnamaður á
öllum sviðum búnaðarins.
Séra Sigurður Gunnarsson kom að Ási um
1880. Hann var dökkur á brún og brá, með
dökkt hár og alskegg, en á [af] eldri myndum
að dæma hefir hann rakað hökuna. Hann var
fríður maður, gáfulegur, með hátt enni, fallega
vaxinn og liðugur í öllum hreyfmgum, en
var dálítið lotinn í herðum, enda var hann
annar sá er glímdi fyrir Kristján konung IX
áþjóðhátíðinni á Þingvöllum 1874. Hinn var
séra Lárus Halldórsson á Valþjófsstað. Séra
Sigurður kom til brauðsins eignalaus maður
með konu og eitthvað af bömum, sem ég man
ekki hvað vom mörg.6 Fellamenn tóku vel á
móti presti sínum. Þeir skutu saman kindum
og létu hann hafa, og ekki leið á löngu þar til
mannmargt stórbú reis upp á Ási. Ég heyrði
um það talað, að líkast væri því að tvö höfuð
væm á hverri kind.
Páll Vigfússon reisti bú í Hrafnsgerði um
1874, eftir lát föður síns, séra Vigfúsar að Ási.
Hann [Vigfús] hafði keypt þessa jörð handa
konu sinni, frú Guðríði Jónsdóttur, til ábúðar
eftir sinn dag. Þegar séra Vigfús deyr er Páll
við háskólanám í Danmörku, en hætti því námi
og fór heim til Islands, og gerðist forsjármaður
fyrir búi stjúpu sinnar í Hrafnsgerði, sem brátt
varð stórt og umfangsmikið.7
Páll var rjóður og bjartur í andliti, ljós á
hár og skegg, með blá augu og hátt enni. Þegar
hann sat og hugsaði var eins og svipurinn væri
oft dreymandi. Hann var málsnjall og örgeðja,
blíður og sáttfús, kvikur og fallegur á fæti,
gekk dálítið álútur, líklega af þeim sökum
6 Á spássíu: Séra Sigurður var ágætis ræðumaður og bamafræðari,
og yfir höfuð ágætur kennimaður.
7 Sjá bókina Hallormsstaður í Skógum, 2005, bls. 144-147. Þar
er hluti þessa kafla birtur.
Hrafnsgerði iFellum. Steinhús byggt 1907, eitt hið elsta
á Héraði, og viðbyggt fjós sem gceti verið frá tíma Páls
Vigfússonar. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
að hann var veill fyrir brjósti. I huganum
líki ég honum við Olaf konung Tryggvason.
Hann var snyrtimaður í klæðaburði, eins og
yfirleitt lærðir menn vom í þá daga. Hann
hafði ánægju af því að halda veislur, til dæmis
á vetrarhátíðum - þá var dmkkið púns. Við
slíka heimilisgleði var hann allra manna
glaðastur og skemmtilegastur.
Vorið 1880 flytur Páll búferlum að Hall-
ormsstað, og kvænist þá sama vorið heit-
mey sinni, Elísabetu Sigurðardóttur prófasts
Gunnarssonar frá Hallormsstað. Það er óhætt
að segja að það brúðkaup er eitthvert það
veglegasta og ijölmennasta, sem haldið hefur
verið á Austurlandi, enda var brúðkaupið þre-
falt: 1. Páll og Elísabet, 2. séra Jón prófastur
Jónsson í Bjamamesi, síðar á Stafafelli í Lóni,
og Margrét Sigurðardóttir frá Hallormsstað,
systir Elísabetar, og 3. Páll Benediktsson frá
Gilsá í Breiðdal og Ragnheiður Stefánsdóttir
Gunnarssonar frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði
[Frænka Sigurðar á Hallormsstað].
Á Hallormsstað reistu þau hjón myndar-
legasta bú, enda var Páll hinn athafnamesti
búmaður, og líklegur sem héraðshöfðingi.
En því miður nutu Héraðsbúar hans skamma
stund. Hann dó eftir örfárra ára búskap á
54