Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 61
Úr æviminningum Kristjáns Jónssonar Vopna
Jón Ólafsson. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Auslurlands.
við það að klæða sig einu sinni í sínar skástu
spjarir, áður en farið var að heiman, og við
það sat þar til heim kom, svo Jón var engin
undantekning í þessum efnum.
Séra Magnús var all aðsópsmikill karl, með
stórt andlit, fremur frítt, en ekki sama skapi
gáfulegt, að mér fannst, bjartur yfírlitum,
alrakaður. Hann hélt langa ræðu sem öll eða
mestöll snerist um bindindismál, því þá var
það mál hér í byrjun; man ég það að mönnum
leiddist sú ræða, og fóru ekki dult með það,
en engin urðu fundarspjöll. Margirtóku þama
til máls, og margt sjálfsagt vel og viturlega
mælt, þó ég muni ekki nú orðið að greina betur
frá því, en það man ég að enginn þótti mér
taka fram eða tala snjallar en Andrés gamli
Kjenllf; hann talaði bæði snjallt og hátt, með
óþrjótandi mælsku og rökfími, með bros á
sínu viturlega andliti, eins og augun skytu
eldingum. Nánari fregnirum þennan fúnd má
vafalaust fá í austfirsku blöðunum frá þeim
tíma. Um kvöldið fómm við Fram-Fellamenn
að dæmi Hrafnistumanna, drógum upp segl
og sigldum heim í vör undan Skeggjastöðum.
Ut af ræðu séra Magnúsar orti Benedikt
Rafnsson, er þá bjó á Höfða eða Kolsstöðum,
kvæði er hann kallaði „Dauða Bakkusar“, og
þetta er upphaf að: „Bakkus karlinn var bóndi
mesti / bauð í staupinu hverjum gesti.“ Og
ennfremur þetta: „Einhver tilnefndi einhvem
Manga / sem ergelsislega grein og langa /
samdi um hann og setti í „Skuldf Og enn
er þetta þar í: „Nokkrir segja hann dáið
hafa / í svartnætti uppi á Svínadal.“ Þetta
síðasta bendir til þess, að það var sagt að
þeir félagar Jón og séra Magnús, hefðu legið
úti um nóttina fyrir fundinn, og gengið þá af
„Bakkusi“ dauðum, og því hefðu þeir komið
svo seint. Kvæðið sem að ofan er getið kom
út á prenti, en ég man ekki í hvað blaði; undir
því stóð „Bóndi“.
Leiðréttingar
í seinasta hefti Múlaþings urðu þau mistök að tvær myndir í grein Sólveigar Bjömsdóttur
og Sigþrúðar Sigurðardóttur, Náttröll eru þau bara goðsögn? vom eignaðar Sigþrúði,
hið rétta er að Sólveig tók allar þær myndir er með greininni birtust.
Einnig hefur slæðst inn villa á bls. 120 í grein Báru Stefánsdóttur, Ljósmyndasafn
Austurlands opnar Ijósmyndavef þar er talað um Þjóðskjalasafn íslands en á að vera
Þjóðminjasafn Islands.
59