Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 63
Austfirskir kvenljósmyndarar
1871-1944
Fjórtán konur lærðu ljósmyndun, tóku
myndir eða störfuðu á ljósmyndastofum
á Austurlandi á árunum 1871-1944.
Nicoline Weywadt á Djúpavogi var fyrsta
íslenska konan sem lærði ljósmyndun og
stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur á því
sviði. I þessari grein verður sagt frá þrettán
öðrum konum en umfjölluninni lýkur árið
1944 þegar ljósmyndastofa Eyjólfs Jónssonar
á Seyðisfirði hætti starfsemi, en við þá stofu
unnu margar þeirra kvenna sem sagt verður
frá hér á eftir.
Nicoline Weywadt, Teigarhorni
Nicoline Marie Elise Weywadt var fyrsta
íslenska konan sem lærði ljósmyndun.
Hún fæddist á Djúpavogi 5. febrúar 1848
en foreldrar hennar voru Niels Peter Emil
Weywadt, faktor á Djúpavogi, og Sophie
Brochdorf Tvede.
Nicoline lærði ljósmyndun í Kaupmanna-
höfn árin 1871-1872 og fór í framhaldsnám
árið 1888. Hún var ljósmyndari á Djúpavogi
árin 1872-1881 og verslunarþjónn hjá 0rum &
Wulff þar sem faðir hennar var verslunarstjóri.
Eftir að Niels lét af störfum við verslunina
lét hann reisa íbúðarhús á Teigarhorni.
Nicoline tók við búinu af föður sínum þegar
hann lést árið 1883.
Við húsið á Teigarhorni var byggð
sérstök viðbygging þar sem Nicoline rak
ljósmyndastofu árin 1881-1900. Auk þess
ferðaðist hún um Austurland og tók myndir,
meðal annars á Seyðisfirði sumarið 1882 og
einnig á Eskifirði. Hún fékkst við myndatökur
fram yfir aldamótin 1900 en lést 20. febrúar
árið 1921.
Anna Ólafsdóttir, Mjóafirði
Anna Ólafsdóttir fæddist á bænum Firði í
Mjóafírði 13. janúar 1865. Foreldrar hennar
voru Ólafur Guðmundsson bóndi og Anna
Katrín Sveinsdóttir húsfreyja.
Veturinn 1880-1881 var Anna við nám
í Kvennaskólanum á Eskifirði og síðar við
Kvennaskólann í Reykjavík 1883-1884. Hún
lærði kjólasaum og kynnti sér ljósmyndun í
Kaupmannahöfn 1892-1893.
Anna tók ljósmyndir á árunum 1893-
1899, bæði á Austijörðum og í Borgarfirði
syðra. Hún var farkennari á ýmsum bæjum í
Borgarfirði veturna 1894-1897 þar sem hún
kenndi meðal annars handavinnu, orgelspil
og leikfimi.
61