Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 71
Austfirskir kvenljósmyndarar 1871-1944
tengslum við útgerðina á nokkrum stöðum,
meðal annars vegna veiða Norðmanna sem
hófust þar upp úr 1870. Þangað lá leið fólks
sem var að leggja inn eða taka út vörur, sigla
milli staða á Austurlandi, til annarra hafna á
Islandi og jafnvel til íjarlægari landa.
Fyrstu austfirsku kvenljósmyndaramir
vom af efnafólki komnir, dætur kaupmanna
og stórbænda. Þær komu frá heimilum sem
höfðu efni á að senda þær ungar til nánrs,
íjölskyldum sem voru meðvitaðar um gildi
menntunar fyrir bæði dætur og syni og opnar
fyrir nýjungum. Þess ber líka að geta að
konurnar tengjast á ýmsan hátt, meðal annars
ættarböndum.
Olíkt flestum iðngreinum var ljósmyndun
ekki kynbundin iðngrein á Islandi frekar en
í öðrum löndum. Hins vegar er áberandi hve
starfstími kvenna í faginu var stuttur. Þegar
konurnar hófu ljósmyndanám vom þær ógiftar
og barnlausar og þær sem stofnuðu fjölskyldu
hættu yfírleitt störfum í faginu eða unnu
slitrótt eftir að börnin fæddust.
Ljósmynd af Teigarhorni í Berufirði, tekin afNicoline Weywadt um 1895. Konan sem situr er Sophie Weywadt,
móðir Nicoline, telpan yst til hœgri er Hansína Björnsdóttir systurdóttir og fósturdóttir Nicoline. Hinar konurnar
eru óþekktar. Fyrr á þessu ári hófst endurbygging á Ijósmyndahúsi Nicoline, sem er hœgra megin á myndinni, en
Weywadthúsið er í eigu Húsasafns Þjóðminjasafns Islands. Eigandi myndar: Þjóðminjasafn Islands.
Greinin er byggð á lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla
Islands. Ritgerðina ásamt nánari heimildum má nálgast á vefnum www.skemman.is.
Samnefnd ljósmyndasýning var sett upp hjá Héraðsskjalasafni Austfírðinga í Safnahúsinu
á Egilsstöðum og mun hún standa fram á haust 2015. Þar og á vef Ljósmyndasafns
Austurlands http://myndir.heraust.is er hægt að skoða myndir eftir konumar.
69
L