Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 75
Kirkjugripir frá Skriðuklaustri til Hjaltastaðar
má lesa meðal inntekta: „ Þœr líttnýtu jjalir úr þeim
gamla prédikunarstól voru opinberlega uppboðnar og
seldar til hœstbjóðanda jyrir 36 skildinga. “ Ljósmynd:
Þjóðskjalasajn.
Annar veggur kirkjunnar að framanverðu
er allur hálfur niður fallinn. Item er þakið
mjög hrörlegt.6
Við slíkar aðstæður hlutu innanstokksmunir
undan að láta, en það var einmitt undir brotnu
gluggunum sem smíðisgripum Jóns lærða
hafði lengi verið fyrir komið, altaristöflunni
og prédikunarstólnum, sem í vísitasíu 1768
er sagður „með gamaldags formi og verki“
og 1786 er honum gefin einkunnin „mjög
fomfálegur“.
Arið 1789 tók við prófastsembættinu
í Norður-Múlasýslu Árni Þorsteinsson og
6 Þjóðskjalasafn. Norður-Múlaprófastdæmi AA/2. Hjaltastaður
1786.
gegndi hann því til 1810, fyrst sem prestur
á Hofi í Vopnafirði 1782-1791 og síðan í
Kirkjubæ til 1829. Hann vísiteraði á Hjaltastað
árlega næstu tvo áratugina og ýtti á eftir
endurbótum á guðshúsinu. I vísitasíugjörð
hans á Hjaltastað 2. apríl 1793 segir m.a.:
Prédikunarstóllinn er enn nú sem að
undanförnu lítt brúkanlegur, hvað
prestinum tilsegist í þetta sinn ekki að
endurbæta hann, svo sem prófasturinn
vill tilskrifa hr. biskupinum að kirkjunni
kynni að begjerast sá fyrrum tilheyrandi
prédikunarstóll Skriðuklaust[u]rkirkju.
Þann 26. nóvember 1793 er „glugginn yfír
prédikunarstól nú meira brotinn en áður,
hvörs vegna annar nýr hlýtur að tilleggjast.“
I vísitasíu 26. nóvember 1796 má svo lesa
eftirfarandi:
Sömuleiðis nú hingað kominn, sá frá
Skriðuklausturskirkju gefni prédikunarstóll
með snikkaraverki og ljósakrónan með
6 pípum, af hvörjum 4 eru heilar en 2
brotnar.7
Þá er og innfærð kirkjunnar inntekt og
útgift frá fardögum 1795 til fardaga 1796. í
portionsreikningnum (sjá mynd) em innfærðar
tekjur og útgjöld og segir þar m.a.:
Þær líttnýtu fjalir úr þeim gamla
prédikunarstól voru opinberlega upp-
boðnar og seldar til hæstbjóðanda fyrir
36 skildinga. - Fyrir að rífa framan
undan kirkjunni allan dyraumbúninginn
til að koma þeim nýja stól inn og setja
aftur í stand og tilleggja 6 jámgadda: 38
skildingar.
7 Þjóðskjalasafn. Norður-Múlaprófastdæmi AA2,3. Hjaltastaður
1748-1799, s. 137.
73