Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 79
Kirkjugripir frá Skriðuklaustri til Hjaitastaðar
þyrnikóronu ofaná Frelsarann, enn annar
heldur á reirstafnum og reidir til höggs;
þar nedan undir stendur med uthoggnum
Latinskum stöfum Kronung. Matth. XXVII.
— A þvi 5,a eru 7 Mansmindir hvar 1
stendur efstur en 3 liggja flatir fyri fótum
hans. — Ofantil a hvorju af þessum 5
Spjöldum eru 2 uthoggnar Mindir med
vœngjum, enn fyri ofann Spjöldinn erskipt
a Kantanaþessum ordum med uthoggnum
Latinskum stöfum Verbum Domini manet
in œternum.
Hér er komið það „kostulega snikkverk“ sem
kirkjugestir á Skriðuklaustri gátu virt fyrir
sér um aldir, a.m.k. frá öndverðri 17. öld, en
sóknarböm í Hjaltastaðasókn nutu ekki að
horfa á nema í 50 ár. Sitthvað bendir til að
stóll þessi sé innfluttur og þýskur að uppruna,
sbr. orðin Geiselung og Kronung [Krönung].
Tilraunir til að finna hliðstæðu hans með
fyrirspumum til fróðleiksmanna þýskra hafa
hins vegar enn ekki borið árangur.18
Enn skipt um stóla
Arið 1846 var enn ráðist í endurbyggingu
torfkirkju á Hjaltastað í stað kirkjunnar
frá árinu 1819, sem aðeins hafði þá enst í
röskan aldarljórðung. Af lýsingu verður ráðið
að kirkjan sé að því búnu sem ný, og þótt
ýmislegt af innviðum sé látið halda sér, svo
sem hálfþilið milli kórs og framkirkju, er
öðru skipt út. Meðal annars „var seldur sá
lélegi prédikunarstóll og altari sem hún átti
og þess í stað nýsmíðaður prédikunarstóll
og altari ílagt kirkjunni og hvörutveggja
af sóknarprestium vígt til guðsskyldugrar
brúkunar.“19 Ekki verður ráðið af reikningi
kirkjunnar fýrir árið 1847 hvað hefur fengist
fyrir prédikunarstólinn frá Skriðuklaustri á
18 Séra Gunnar Kristjánsson fv. prófastur hefur aöstoðaö viö leit
að hliðstæðum prédikunarstól ytra.
19 Þjóðskjalasafn. Norður-Múlaprófastsdæmi AA/7 Hjaltastaður
1847.
Ljósahjálmur 6-arma úr Hvammskirkju (Þjms. 7085),
hliðstœður koparhjálminum frá Skriðu. Ljósmynd:
Þjóðminjasafn.
uppboði, en „andvirði seldra viða“ úr hinni
gömlu kirkju er bókfært á 36 rd. og 11 sk.
Nýi prédikunarstóllinn fær góða umsögn í
biskupsvísitasíu Helga G. Thordersen 1850,
sagður „fallegur með hurð fyrir“20, en ekki
varð það honum til langlífís, því að 1881
þegar núverandi timburkirkja var byggð,
fylgir henni nýtt altari og prédikunarstóll, sá
sami og nýst hefúr til þessa dags (sjá mynd).21
- Frá og með uppboðinu á Hjaltastað 1846
hverfur prédikunarstóllinn frá Skriðuklaustri
sjónum okkar. Til lítils er að velta vöngum yfír
afdrifum hans, hvort hann varð brátt eldsmatur
undir hlóðum í Hjaltastaðaþinghá eða hvort
áhugamaður um fomminj ar festi kaup á honum.
Helst væri að leita slíkra meðal kaupmanna á
Eskifirði, þar eð Seyðisfjarðarkaupstaður var
20 Þjóðskjalasafn. Bps. C. I, 1. Vísitasíubók Steingríms biskups
Jónssonar og Helga biskups Thordersens 1828-1850.
21 ÞÍ. Kirknasafn. Hjaltastaður AA/3. Vísitasía prófasts 1881.
77