Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 80
Múlaþing
I Hjaltastaðakirkju. Gripirfrá fyrstu ántm núverandi
12 arma. Ljósmynd: Heiður Osk Helgadóttir.
kirkju, sem byggð var 1881. Ljósahjálmurinn úr kopar er
þá enn á byrjunarreit. Áhugi á slíkum minjum
fór fyrst vaxandi er leið á 19. öld og varð
það m.a. til þess að áðumefnt Maríulíkneski
frá Hjaltastað, sem biskup hafði dæmt
óhæfilegt og einskisvirði 1850, bjargaðist
á ámnum 1896-1907 eftir krókaleiðum til
Fomgripasafnsins, nú Þjóðminjasafns (Þjms.
Vid. 5).22
Ljósahjálmurinn frá Skriðuklaustri
I úttekt á Skriðuklaustri 1598 em nefndir „2
hangandi hjálmar“ og 1610 „tveir kopar hjálmar
hangandi“23. í vístasíubréfí Brynjólfs biskups
Sveinssonar 1641 er skráður „koparhjálmur
22 Hjörleifur Guttormsson. Afdrif kirkjuskreytinga Jóns lærða. /
sporJóns lærða. Reykjavík 2013, s. 175-198.
23 Úttekt og reikningar Skriðuklausturs 1598 og 1610-1619 ásamt
jarðabók Klaustursins, afritað af Jóni Bjömssyni klausturhaldara
1. september 1636. Eftir handriti Sveinbjörns Bjömssonar 2014.
lítill með pípum, vantar eina“.24 í síðustu
biskupsvísitasíu á Skriðuklaustri 1779 eru
m.a. upptaldar „Ijósakróna með 6, önnur stór
með 12 örmum, pípum og skálum“.25 Eins og
að ofan greinir var 6-arma ljóskrónan afhent
Hjaltastaðakirkju ásamt prédikunarstólnum
1796, og verður hér reynt að fylgja henni eftir
samkvæmt bókum kirkjunnar.26
I biskupsvísitasíu Helga G. Thordarson á
Hjaltastað 5. júlí 1850 stendur: „Ljósakróna
af kopar með 6 örmum, pípum og skálum,
sem enn er ekki hengdur upp í kirkjuna.“
Aldaríjórðungi síðar, 1875, er nefndur
„ljósahjálmur af kopar með 6 örmum, pípum
og skálum“ og má ætla að hann sé þá í notkun.
24 Þjóðskjalasafn. Bps. A II, 8. Vísitasíubók Brynjólfs biskups
S veinssonar um Austurland 1641-1672.
25 Þjóðskjalasafn. Bps. A II, 20. Vísitasíubók Finns biskups
Jónssonar og Hannesar biskups Finnssonar um
Austfirðingafjórðung 1755-1779.
26 Þjóðskjalasafn. Hjaltastaður í Útmannasveit 0-AA/3.
78