Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 85
Hrafnkell Lámsson
Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð
- um endalok síðustu yfírlýstu flokksmálgagnanna
[Sir Humphrey AppelbyJ ,, The only way to understand the press is to remember
that they pander to their readers prejudices.
r
8. og 9. áratug 20. aldar skapaðist
ítrekað umræða um eignarhald og
rekstrarform fjölmiðla á Islandi og
áhrif þessara þátta á starfsemina. Umræðan
hverfðist um tvö meginviðfangsefni. Annars
vegar var tekist á um stöðu einkarekinna ljós-
vakamiðla (útvarps og sjónvarps) gagnvart
Ríkisútvarpinu, sem var eini íslenski ljósvaka-
miðill landsins frá stofnun árið 1930 og fram
á miðjan 9. áratuginn. Hins vegar vom átök
um forsendur blaðaútgáfu. Þar tókust á þeir
sem héldu fram málstað „frjálsra og óháðra“
dagblaða og forsvarsmenn málgagna stjóm-
málaflokkanna, sem verið höfðu ríkjandi
á íslenskum blaðamarkaði um langt skeið.
Fyrrnefndu átökin snerta ekki viðfangsefni
þessarar greinar, en öðru gegnir um þau síðar-
nefndu.
Á því tímabili sem hér verður til umfjöll-
unar (síðustu tveimur áratugum 20. aldar)
urðu miklar breytingar á fjölmiðlaumhverfmu,
bæði hér á landi og í nágrannalöndunum.
Þetta er tímabil nær samfelldra vandræða hjá
prentmiðlum, sem áttu margir í verulegum
erfiðleikum undir lok 20. aldar. Fyrir þau
blöð sem lifðu þá erfiðleika af og önnur sem
síðan hafa bæst við hefur staðan lítið batnað á
21. öldinni og í mörgum tilvikum hafa erfið-
leikamir þróast yfír í undanhald.
Fram til þess tíma sem markar upphaf
þeirrar rannsóknar sem þessi grein byggir á
(ársins 1985) voru Austurland og Austri einu
svæðismiðlarnir í Múlasýslum2 sem komu út
með reglubundnum hætti til langs tíma. Önnur
blöð sem gefin voru út frá byrjun 6. áratugar
20. aldar og fram á 9. áratuginn lifðu stutt eða
höfðu óreglulega útgáfutíðni. I þessari grein
Vef. „A conflict of intrest“, Yes, prime minister. Seriestwo. http:// 2 Þegar rætt er um Austurland sem landshluta í þessari grein er
www.youtube.com/watch?v=DGscoaUWW2M [Sótt 20. febrúar einungis átt við Múlasýslur, en ekki Austur-Skaftafellssýslu.
2014. Samtal Jim Hackers og Sir Humphreys um áhrif dagblaða
og hvemig þau velja að sinna sínu hlutverki].
83