Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 88
Múlaþing
auk stöku niðurstöðugagna um rekstur blað-
anna.10
Vegna þess hve skriflegar heimildir voru
brotakenndar og höfðu takmarkað skýringar-
gildi varðandi daglega starfsemi blaðanna,
tengsl þeirra við samfélagið og hvernig þeim
var stýrt frá degi til dags, var ákvaðið að leita
annarra leiða við heimildaöflun. Brugðið var á
það ráð að leita eftir upplýsingum hjá fyrrum
starfsmönnum blaðanna.* 11 Meginheimildirnar
sem hér er stuðst við um starfsemi Austra
og Austurlands eru því svör við spurninga-
könnun og viðtöl sem ég átti við nokkra
af forsvarsmönnum blaðanna. Spurninga-
könnunin var lögð fyrir valið úrtak fyrrum
starfsmanna blaðanna í september 2013 og
viðtölin voru tekin í nóvember og desember
2013 og í janúar 2014.12
10 Þau skjöl sem ég byggi þennan hluta rannsóknarinnar á eru flest
varðveitt í Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Jón Kristjánsson,
fyrrum ritstjóri Austra, og Smári Geirsson, fyrrum ritnefndarmaður
og ritstjóri Austurlands, lánuðu mér báðir gögn úr eigin skjalasafni
sem tengjast starfsemi blaðanna. Kann ég þeim báðum þakkir
fyrir aðstoðina.
11 Greinarhöfundur starfaði sem blaðamaður áAustra frá júní 1998
til ágúst 1999. A þeim tíma myndaði ég tengsl við samstarfsfólk
á Austra og einnig við þáverandi starfsmenn Austurlands. Þau
tengsl nýttust vel við þessa rannsókn, ekki síst varðandi
heimildaöflun. Þrátt fyrir að hafa starfað á Austra vísa ég ekki
til eigin reynslu sem heimilda í rannsókninni heldur leitaðist ég
við að halda ákveðinni fjarlægð frá viðfangsefninu og taka mér
stöðu sem hlutlægur rannsakandi.
12 Spumingakönnunin var send 36 viðtakendum. 24 þeirra störfúðu
á austfirskum prentmiðlum og 12 á ljósvakamiðlum. Svarhlutfall
var 78%. Tekin vom viðtöl við 12 einstaklinga. Af þeim störfuðu
sex við ljósvakamiðla, Qórir við prentmiðla og tveir við hvort
tveggja. Við val á viðmælendum var mest litið til þess að ræða
við þá sem hefðu víðtækasta reynslu af Qölmiðlun og væm jafnvel
enn starfandi við Qölmiðla. Jafnframt var leitast við að ná bæði
til brottfluttra viðmælenda sem og þeirra sem búsettir em á
Austurlandi.
Tilgangur með útgáfu
Til að rísa og styrkjast þurfa Ijölrniólar stoðir
til að hvíla á. Einhver þarf að vilja stofna
íjölmiðilinn, eiga hann og reka. Fjölmiðillinn
þarf líka að vera valkostur í augum væntan-
legra áskrifenda/lesenda sem og auglýsenda.
I seinni tíð hefur vægi auglýsenda aukist þar
sem fjölmiðlar samtímans sækja meginhluta
sinna tekna í gegnum auglýsingar. En þrátt
fyrir það þarf almenningur að sýna áhuga á
því efni sem fjölmiðillinn býður upp á. Ef
tekst að vekja áhuga eru líkur á að almenn-
ingur, hagsmunaaðilar og stjómvöld séu viljug
til að tjá sig í fjölmiðlinum, sem aftur eflir
ritstjómarlega stöðu hans. Þeir þættir sem hér
em tilgreindir virka svo hver á annan. I þessu
samhengi hefur verið talað um „upplagsþyril“
og „glötunarsvelg“ fréttablaða. Sú myndlíking
byggir á kenningu um upp- eða niðursveiflu
fréttablaða og samverkun efnis, auglýsinga
og lesturs í því sambandi. Aukning eða sam-
dráttur í einum þessara þátta er líkleg til að
hafa áhrif á hina og framkalla ris eða fall.
Aðrir þættir, t.d. utanaðkomandi ijárstuðn-
ingur, geta líka haft áhrif.13
Fyrsta spurning viðtalanna við fyrrum
starfsmenn austfirskra svæðisblaða, sem tekin
voru vegna rannsóknarinnar, snerist um til-
ganginn með útgáfu blaðsins og hvað hefði
vegið þyngst í því sambandi.
Jón Kristjánsson var ritstjóri Austra frá
1975 og þar til blaðið hætti að koma út árið
2000. Stóran hluta þess tímabils var hann þó
ijarri útgáfunni löngum stundum vegna starfa
sinna sem alþingismaður og því fór útgáfu-
stjóri jafnan með daglega stjóm Austra en
viðkomandi var þó í reglulegum samskiptum
við ritstjórann. Jón segir að hagsmunir út-
gefandans, Kjördæmissambands Framsóknar-
flokksins í Austurlandskjördæmi, hafi verið
númer eitt og verið hvatinn að því að blaðið
13 Þorbjöm Broddason: Ritlist, prentlist, nýmiðlar, Háskólaútgáfan,
Reykjavík 2005, s. 40.
86
J