Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 94
Múlaþing en sá sterki áróður sem var gegn flokksmál- gögnum undir lok 20. aldar hjálpaði til við að gera útgáfu blaða eins og Austurlands erfiða. „Við ræddum þessa hluti oft við aðstandendur Austra. Við vorum því búnir að ræða það oft á 10. áratugnum að svæðisblöðin á svæðinu [Eystrahorn á Höfn í Homafirði þar með talið] tækju höndum saman og stofnuðu nýja útgáfu sem að yrði ekki flokkspólitísk. Heldur yrði þama stofnað til fréttablaðs sem væri jafn- framt málgagn Austurlands sem landshluta.“29 Litið var til þess að það væri eingöngu í aðdrag- anda kosninga sem blöðin aðgreindu sig hvert frá öðm. Markmiðið var að búa til blað sem væri öflugra en þau blöð sem fyrir vom og gæti betur þjónað sínu hlutverki. „En svo var spurt hvað gerum við ef upp koma pólitísk deilumál og svarið var að þá yrðu hagsmunir Austurlands að ráða för. Nú er reyndar svo að menn em ekki alltaf sammála um hverjir séu hagsmunir Austurlands í hverju máli. Sem er eðlilegur hlutur. En í langflestum tilvikum eru menn sammála.“30 Þessi þróun gekk þó frekar hægt, eins og rakið verður hér á eftir, en stofnun Austurgluggans árið 2002 var á vissan hátt afrakstur þessarar umræðu og enduróm hennar má greina í fyrsta tölublaði Austurgluggans. Þar birtust ávörp frá ýmsum velunnuram blaðsins en í þeim verður fólki tíðrætt um mikilvægi blaðsins sem málsvara svæðisins.31 Hinn langi aðdragandi sameiningar A fundi blaðstjómar/fi«íra þann 22. nóvember 1989 voru margvíslegar hugmyndir á lofti varðandi útgáfumál eystra. Samkvæmt fundar- gerð virðast sjálfstæðismenn á Austurlandi þá hafa haft í bígerð að helja útgáfu fríblaðs sem dreift yrði í hvert hús í fjórðungnum. Hvort sem sú var raunin eður ei þá varð ekki 29 Viðtal. Höfundur við Smára Geirsson, 22. janúar 2014. 30 Viðtal. Höfiindur við Smára Geirsson, 22. janúar 2014. 31 Austurglugginn, 1. tbl., 1. árg. (31. janúar 2002). af þeirri útgáfu. Sjálfir vom Austramenn að velta fyrir sér útgáfu auglýsingablaðs sem væri með heildreifmgu í ljórðungnum. Á fundinum var líka rætt um hugmyndir um sameiningu Austra ogAusturlands. Um það er eftirfarandi bókað: Broddi [Bjamason, formaður blaðstjómar Austra\ sagði frá hugmyndum alþýðubanda- lagsmanna um samvinnu við Austra um útgáfu. Broddi fjallaði einnig um hug- myndir manna um útgáfu á sterku óháðu blaði sem yrði gefið [út] af sjálfstæðu útgáfufyrirtæki. [...] Broddi upplýsti að samráðsfundur verði haldinn fljótlega við Alþýðubandalagið um sameiginlega útgáfu. Miklar efasemdir komu fram um ágæti þess að af samvinnu við pólitíska andstæðinga geti orðið, en ekki þótti annað fært en að tala við mennina, svona rétt fýrir kurteisis sakir.32 Af bókunni má sjá að lítill áhugi var innan blaðstjómar Austra á sameiginlegri útgáfu blaðs með alþýðubandalagsmönnum. Undan- fari þessarar bókunar var sá að rúmum mánuði fyrr (14. október 1989) var haldinn aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austur- landi. Þar kom Smári Geirsson fram með þá hugmynd að koma á fót óháðu blaði sem starfandi útgáfufyrirtæki á svæðinu kæmu að. Þetta mætti ákveðinni andstöðu en fékk líka jákvæðar undirtektir. Samkvæmt bókun í fúndargerð skýrði Smári hugmynd sína á þann hátt að aðstandendur nýs blaðs yrðu „þeir aðilar sem að hinum fyrrverandi blöðum standa, en ráðinn yrði ritstjóri sem allir gætu sætt sig við.... Fyrir kosningar gætu svo flokkar- nir gefið út sérblöð ef þeir vilja.“33 32 Héraðsskjalasafn Austfirðinga [hér eftir HerAust]: Stoíh 39, Fra 2 (2) [gjörðabók blaðstjómar/lw5/ra 1988-2000]. 33 HerAust: Stofn 14, Alþb. 7(1) [fundargerðabók kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi 1988-1996]. 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.