Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Qupperneq 101
Hólmatindur klifinn
Oft hef ég heyrt að ungur maður hafi, vegna veðmáls við vinnufélaga sína,
klifið Hólmatindfrá Eskifirði, en þeim megin er tindurinn girtur klettabeltum
sem ekki þykja árennileg uppgöngu. Átti maðurinn að hafa lent í þoku svo
dimmri að ekki var hœgt að fylgjast með ferðum hans frá þorpinu. Hafði það í
för með sér að einhverjir efuðust um afrekið. Gerði hann sér þá lítið fyrir og kleif
fallið í annað sinn. Ekki fylgdi sögunni hver varsvona brattgengur ogfótviss. Þótti
mér því hlaupa á snærið hjá mér þegar ég rakst á viðtal við þennan huldumann
í einkaskjalasafni Halldórs Pjeturssonar frá Geirastöðum sem varðveitt er í
Héraðskjalasafni Austfirðinga. Fjallagarpurinn var Skagfirðingurinn, Sigmundur
Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, en Halldór tók viðtal við hann ogJón bróður
hans, í því skyni að fræðast af þeim um bjargsig í Drangey og víðar. I leiðinni fékk
hann Sigmund til að rifja upp ferðirnar á Hólmatind og tildrög þeirra.
Arndís Þorvaldsdóttir
Frásögn Sigmundar
„Ég flutti til Eskifjarðar 1964 og stundaði
þar ýmsa vinnu, en þetta sumar, 1966,
var ég dixilmaður. Það var svo einn dag í
blíðskaparveðri, að við emm nokkrir saman í
vinnu innan við þorpið. Fómm við þá eitthvað
að ræða um Flólmatindinn sem blasti þama
við okkur og ég segi eitthvað á þá leið, að það
muni nú vera hægt að klífa þama upp. „Þetta
er bara helvítis grobb,“ sögðu strákarnir,
„sýndu þá að þú getið þetta“. Ég hafði engan
hug á þessu og segi til að halda aftur af Þeim:
„Flvað viljið þið borga? ekki fer ég að hlaupa
þetta fyrir ekki neitt“. Það var siðvenja í smá
veðmálum að leggja vín undir. Nú varð ekki
aftur snúið og það samdist um tvær ginflöskur.
Ég gat ekki neitað þessum gjaldmiðli, þó ég
hefði engan sérstakan áhuga á honurn. Svo ég
hljóp af stað á stundinni án leyfis verkstjóra,
því hann var ekki við. Uppgangan átti að vera
þeim megin sem að Eskifírði sneri. Upp að
klettum var svona klukkutíma gangur og þar
hóf ég klifíð.
„ Var þér ekki tindurinn erfiður? “ spyr
ffalldór. Nei, sei, sei, nei, ég varð ekki var við
neina sérstaka lífshættu, auðvitað er alls staðar
hægt að drepa sig og það jafnvel á sléttu. Ég
fór mér hægt og gætilega og miðaði vel áfram,
en nú skeði annað verra. Þegar ég átti eftir
hálftíma ferð upp, skall yfír þoka, sem var þó
99