Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 104
Múlaþing
um að honum yrði trúað, og ákvað að fara
aftur upp í allra augsýn. Annar maður hafði
án þess að rengja mig boðið mér sömu kjör ef
ég vildi fara aðra ferð en um það hafði ég ekki
hugsað. Annað mál var það, að ég hafði enga
löngun til að hægt væri að kalla mig lygara,
þá var líka hægt að kalla mig þjóf, þar sem ég
hefði tekið vinninginn á fölskum forsendum.
Eg snaraðist því til verkstjórans og bað um
leyfí til ferðarinnar en hann vildi síður veita
það, þar sem mikið var að gera. „Þá fer ég
bara leyfíslaust,“ sagði ég. „Það skal enginn
geta sagt að ég liggi undir þessum áburði.“
Lét þá verkstjórinn undan. Þá var bjart úti og
ég bjó mig þannig að gott var að fylgjast með
för minni. Þetta gekk allt eins og í sögu og
ég var svipaðan tíma á leiðinni upp og í fyrra
skiptið. En nú voru aðrar aðstæður þama uppi
og ég naut hins dýrðlega útsýnis. Strákurinn
var heldur undirleitur þegar ég kom aftur og
þóttist hafa sagt þetta að gamni sínu. Ég sagði
þá við hann: „Hafðu mín ráð og kallaðu ekki
félaga þína þjófa og lygara að ástæðulausu.“
/ N
Sigmundur Vigfús Eiríksson fæddist á Grófargili í Seiluhreppi í Skagafírði 1933,
fjórða bam hjónanna, Eiríks Sigmundssonar frá Gunnhildargerði í Hróarstungu og Bimu
Jónsdóttur frá Grófargili. Árið 1934 fluttist fjölskyldan út á Reykjaströnd, bjó fyrst á
Reykjum, síðar í Hólakoti og loks á Fagranesi og var Sigmundur bóndi þar frá 1955 til
1958 ásamt Jóni bróður sínum.
Þeir bræður stunduðu bæði fugla- og eggjatekju við Drangey í fjölda ára. Eftir
að Sigmundur lét af búskap stundaði hann vinnu bæði til sjós og lands og var þá um
skeið á Eskifírði en þaðan var kona hans, Kristín Þorsteinsdóttir. Á vorin kom hann til
Drangeyjar í bjargsig og fuglatekju gæfíst honum timi til vegna annamar vinnu sinnar.
Hann fékkst við bjargsig nokkur vor í Krýsuvíkurbjargi og einnig í Skoruvíkurbjargi
seinustu tvö vorin sem hann lifði. Síðara vorið sótti hann einnig ásamt félögum sínum
egg í svonefndan Skomvíkurkarl, klettadrang mikinn fram af Skoruvíkurbjargi en uppi
á honum verpa bæði langvía og súla.
Sigmundur var glaðlyndur, röskur og áræðinn, þekktur fyrir færni sína og lipurð við
bjargsig og klettaklifur. Kleif hann til dæmis Kerlingu við Drangey, rösklega 50 metra
þverhníptan klettadrang örskammt suðaustur af eynni, oftar en einu sinni.
Árið 1973 gerðist Sigmundur verkstjóri við línulagnir hjá Rarik. Var hann að vinna
við lagningu svokallaðrar byggðalínu í Borgarfírði þegar hann lést löngu fyrir aldur fram
haustið 1977. Þau hjón eignuðust 4 böm og var fjölskyldan síðustu árin búsett í Hveragerði.
Heimildir:
Kristján Eiríksson, bróðir Sigmundar.
Héraðsskjalasafn Skagafirðinga.
Minningargrein í Morgunblaðinu 5. okt. 1977.
A.Þ.
\ /
102