Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 107
Sigurður Z. Gíslason
„Austurland er Eden jarðar,
æsku minnar Paradís“
Austurför Sigurðar Z. Gíslasonar í júlí 1942
Af því að ég hafði ekki Austurland og
æskuslóðir augum litið í 17 ár, var
eðlilegt að mig væri farið að langa til
að sjá fomar slóðir og hinn stóra hóp ættmenna
og vina, er þar býr og unir glaður við sitt í
blómguðu dalanna skauti. Árum saman hafði
eitt og annað hindrað austurförina, hvert sinn
og fyrirhugað var. En nú var öllu óhætt, því
að það var ekki nema gott að túnið mitt bætti
ofurlitlu á sig út júlímánuð eftir kuldana í vor.
Skipið fór frá ísafirði í einkennilega
þjóðlegu veðri aðfaranótt 5. júlí. Nú hefur
Islands drótt gengið til náða og er búin að
ráða við sig hvernig atkvæðin falli á morgun.
Úrslitin liggja í loftinu, en tundurdufl í sjónum
við Straumnes. En í hættum skal hug brýna og
þegar við höfúm horft næsta morgun á annað
dutl og skipið komist framhjá þessurn hættum
fannst mér ég viss um að þjóðarskipið okkar
muni með guðs hjálp komast framhjá öllum
hættum þessa voða tíðar. I þessari trú náðum
við heil í höfn. Eg get ekki annað en dáðst að
hve glaðir og hugprúðir sjómennimir okkar eru
í þessari erfíðu siglingu, sem nú er um höfín.
Komið til Akureyrar
Nú breiðir Akureyri faðminn á móti okkur,
fögur hvaðan sem hún er séð, fögur í hvaða
veðri og á hvaða tíma sem er. Gömlum vini,
sem sótti hingað fyrstu menntun, bauð hún að
vaka og sj á uns Austurlandsbíllinn rynni af stað
kl 7 um morguninn. Ég gekk um bæinn og dáði
hinn mikla trjágróður er hvarvetna gaf að líta
uns ég staðnæmdist við Lystigarðinn, eftir að
hafa gengið um lundi míns kæra Menntaskóla,
er hét Gagnfræðaskólinn á Akureyri, þegar ég
var þar fyrir meir en 20 ámm. Nú er Akureyri
helmingi stærri en þá og trén margfalt hærri.
Áleiðis til Austfjarða
Á leiðinni austur gerðust þau tíðindi að bíllinn
okkar valt um hrygg rétt innan við Húsavík.
Þetta þóttu engin tíðindi af því að enginn
meiddist. En viku síðar valt annar bíll þar á
nálægum slóðum og allmargir meiddust. Það
þótti frétt og var alls staðar birt frásögn um
atburðinn. En í rauninni var hið fyrra miklu
meiri frétt af því hve vel tókst til. Vafalaust
er heimurinn miklu verri en vera þyrfti vegna
þess að við hyggjum hann svo, af því að við
tíðkum meir í tali og skrifí allt sem miður fer,
105