Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 111
„Austurland er Eden jarðar, æsku minnar Paradís“
Aftari röð frá vinstri: Gísli Helgason, Bjarni Benediktsson og Sigurður Z. Gíslason. Fremri röð frá vinstri: Egill,
Steinar, Hrafn, Lára (ofar) og Einar (neðar) Benediktsbörn. Myndin er tekin í Hofteigi í austurför Sigurðar. Eigandi
myndar: Hjörtur Þórarinsson.
ekki á leið til grafar, sem á svona efnilega æsku
sem er að alast upp í sveitinni í skjóli og skauti
nýrra möguleika og framkvæmda, er gamla
fólkið, sem eitt sinn var ungt, fékk ekki að
njóta. Heldur barðist við þúfiimar, harðindin,
torfærurnar og vegleysið. Maður fylltist
óbilandi trú á það, að sveitaæskan yngsta geri
allar hrakspár um flótta úr sveitinni að engu,
heldur verði það í hennar manndómstíð sem;
„sveitimar íyllast, akrar hylja móa“ svo að
framtíð þeirra og blómginn verði borgið um
aldir alda.
Farið í þoku yfir Smjörvatnsheiði
En nú á ég eftir að sjá minn gamla blessaða
Vopnafjörð, fæðingarhéraðið mitt. Nú skyldi
leggja á Smjörvatnsheiði. Hún er löng, hér
ekki hægt að dingla fótum niður í sinn hvorn
fjörðinn eins og á Alftamýrarheiði vestra. Með
mér var faðir minn nær áttræður og blindur
og fylgdarmaður upp á miðheiði, bróðursonur
minn frá Hofteigi. Er hann var farinn til baka
skall á okkur blindþoka á versta stað, þar sem
hvorki var vegur né varða á Hofteigsöldunni
og ég alveg ókunnugur á þeim slóðum. Fyrst
fórum við eftir vindi síðan eftir hugboði uns
við fundum beinvörðu. Nú kom guðfræðin
upp í hug mér. Það er hægt að fara eftir
kenningarvindi fríhyggjunnar máske örstuttan
spöl lífsleiðarinnar svo má hagnýta sér innsýn
dulvísindanna, en þetta nær skammt. Vér
verðum fyrr eða síðar að fínna hinn varðaða
veg opinberaðra lífssanninda Og eins og nú,
að vörðumar á þessari miklu heiði gátu hjálpað
okkur, af því að þær vora kyrrar á sínum stað,
þannig þarf mannkynið umfram allt að eiga
óbreytanlegan, eilífan og algildan sannleika,
leiðarmerki sem hjálpa mannkyninu, því
aðeins út úr þokum jarðlífsins, að þau séu
aldrei hreyfð.
Við héldum áfram norður heiðina.
Landið er auðnarlegt, er komið var upp hjá
Smjörvatni. Við riðum lengi dali, hryggi og
hálsa, en Langihryggur var eftir. Steinka er
109