Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 112
Múlaþing
Bræðurnirfrá Egilsstöðum i Vopnafirði. Framar sitja Hallgrímur og Benedikt, aftar Sigurður Z. ogHelgi Gíslasynir.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
gömul vinkona okkar. Þetta er afar grýtt á.
Við Þverlæk er stutt eftir til byggða. Þessi
örnefni eru ein fyrsta vitundarglóra mín um
þennan jarðneska heim. Svo stóð á að, er ég
var 6 eða 7 ára voru fyrstu símalagningar
hér á landi þar á meðal á Smjörvatnsheiði.
Bændur úr Vopnafírði þ.á.m. faðir minn unnu
að flutningi staura og símvíra upp á heiðina.
Það var mikið erfiði og vos í ferðum þeim. Það
þurfti þrautseiga menn og duglega hesta. Biðu
sumir heilsutjón, er enginn hefur þeim bætt.
Þá var talað um staur eins og dýrtíðina nú.
Þá var staurvinna og staurgróðinn eins og nú
bretavinna og stríðsgróði vís. Nú er símalínan
flutt af Smjöi"vatnsheiði, eftir stendur 3. hver
staur, sem leiðarvísir. Smjörsa þótti heldur
óþæg og uppreisnargjöm gegn yfirvöldum
símans. Hún kunni ekki þeirri rafmögnuðu
megingjörð. Síminn stóðst ekki reginafl hinnar
grályndu heiðar. Nú hnípir Smjörsa og man
sinn fífil fegri. Eg kenni til með henni og
legg við hlustir að hlýða. Aður hlemmiskeið
á grundum breiðum, nú vondir vegir og
strjálir staurar. Áður fylltu beinakerlingar,
þ.e. vísu stungna í beinavörðu, fjör og athæfi
andrím merkilegs heiðarlífs nú er hún ein og
yfirgefin að mestu og mænir með þrá gegn
ungrar aldar skini, að bílvegur verði lagður
yfír hana milli Vopnaijarðar og Héraðs, en
þetta er gagnvegur milli þessara byggða og
hlýtur að koma fyrr eða síðar. En nú vakna
ég af þessum bollaleggingum
Heim til Vopnafjarðar
Nú kemur að því að sér niður í Vopnafjörðinn.
Eftir öll þessi ár og hafandi séð margar yndis-
fagrar byggðir finnst mér nú mín gamla fegurst
af öllum svo að „mér hefir hún aldrei jafnfbgur
sýnst“ Til þess liggja máske sérstakar ástæður,
en hitt er satt að Vopnafjörður er einkennilega
tilbrigðarík sveit og gróðurinn litauðugur.
Effir komuna í Hrappsstaði til bróður míns
þar reið hann með mér um sveitina í tvo daga,
fyrst upp að okkar minningakærs prófastssetri
110