Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 115
Bjami Guðmundsson
Prestur hverfur á leið til kirkju á nýársdag
Slysið undir Eyrarófæru í Dýrafirði 1. janúar 1943
Undir hið forna Sandaprestakall í
Dýrafirði heyrðu lengi vel tvær
kirkjur: Að Söndum, síðar á Þingeyri,
og að Hrauni í Keldudal. Hraun var annexían
og þangað var erfið sóknarleið, tiltekið á milli
bæjanna Sveinseyrar og Amamúps, þar sem
um Eyrarófæru var að fara og um aðrar brattar
skriður undir hamrahvössum Amamúpnum.
Leiðin var mdd gangandi fólki og hana
mátti fara með reið- og reiðingshesta í öllu
sæmilegu færi. A vetmm var leiðin hins vegar
viðsjárverð svo sem nærri má geta. Undrafáar
sagnir em þó um slysfarir á þessum slóðum.
A nýársdag 1943 var sr. Sigurður Z.
Gíslason sóknarprestur á Þingeyri á leið til
annexíu sinnar að Hrauni þar sem hann hugðist
syngja messu samkvæmt venju. Þegar hann
kom ekki ffarn á tilætluðum tíma var farið að
spyrjast fyrir um hann. Engar spumir bámst af
presti og hafin var áköf leit sem lengi vel bar
engan árangur. Ymsar getgátur vöknuðu um
hvarfið og það var lengi óupplýst. En liðlega
þremur vikum síðar fannst lík prestsins. Hann
hafði farist í snjóflóði undir Eyrarófæru. Sr.
Sigurður var jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju
á Kyndilmessu 1943 við mikla hluttekningu
sóknarbarna sinna.
Hver var Sigurður Z. Gíslason?
Sigurður Zóphonías hét hann og fæddist 15.
júlí 1900 á Egilsstöðum í Vopnafirði, sonur
hjónanna Jónínu Hildar Benediktsdóttur og
Gísla Sigurðar Helgasonar. Hann lauk prófi frá
Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1920 en tók
stúdentspróf í Reykjavík 1923. Embættisprófi
í guðfræði lauk hann vorið 1927. Þá um
haustið vígðist hann til Staðarhólsþinga í
Dölum og sat þar til vors 1929, er hann fékk
veitingu fyrir Sandaprestakalli í Dýrafirði.
Kona Sigurðar var Guðrún Jónsdóttir frá
Hvammi í Landsveit. Þau eignuðust sex böm:
Ólöfu, Dóm Laufeyju, Jón, Asgeir, Jónas
Gísla og Gunnar.
Sr. Sigurður Z. keppti við nafna sinn
Haukdal um Sandaprestakall þegar sr. Þórður
Ólafsson fékk lausn frá embætti. Móðir mín
sagði mér að nokkuð hafi böm sóknanna
skipst í fylkingar að baki umsækjendunum
tveimur. Sr. Sigurður Haukdal, sem átti stóran
frændgarð þar í sveit hafði áform um búskap
á Söndum. Þau áform hugnaðist sveitafólkinu
vel. Sr. Sigurður Z. gat hins vegar hugsað sér
að Sandajörðin yrði einnig notuð fyrir búskap
þorpsbúa, beit og heyskap, en þorpið var þá í
vexti og margir þar kusu að hafa smábúskap
með sér til uppheldis eins og þá var algengt
113