Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 116
Múlaþing
í þéttbýli. Sr. Sigurður Z. hafði betur í
kosningunni og lagðist hefðbundinn búskapur
að mestu af á Söndum þótt prestur fengi
jörðina til lögbundinnar ábúðar. Þorpsbúar
fengu þar búskaparaðstöðu í vaxandi mæli.
Mér virðist sem prestkosningin hafi skerpt
línurnar á milli þorpsbúa og þeirra sem í
sveitinni bjuggu. Fáir eftirmálar munu þó
hafa orðið en tími leið þangað til prestur fékk
fastan embættisbústað á Þingeyri.
Sr. Sigurður Z. hafði nokkum búskap með
embætti sínu a.m. k. fyrstu árin. Faðir hans,
Gísli, var stoð hans og stytta við ýmis útiverk,
ásamt með konu sinni, en þau hjón fluttu
vestur og dvöldu þar meðan Jónína lifði. Gísli
kynnti sig vel meðal nágrannabænda, var mér
sagt; varð t.d. heimilisvinur móðurfólks míns
á Kirkjubóli.
í dagblaði sagði m.a. um Sigurð: „Séra
Sigurður Z. Gíslason var orðinn landskunnur
maður fyrir löngu vegna ýmissa mála sem
hann beitti sér fyrir af miklum áhuga og
ósérplægni. Fíann var einna fyrstur til að
skrifa um það, að haldinn skyldi einn dagur
á ári hátíðlegur vegna sjómannastéttarinnar
og ferðaðist hann eitt sinn víða og ræddi þessi
mál. Hann var mælskur vel og ósérhlífmn að
hverju sem hann gekk.“'
Tengdasonur sr. Sigurðar Z., Hjörtur
Þórarinsson áður skólastjóri, hefur gert
glögga grein fyrir ævistörfum, áhugamálum
og hugsjónum prests og verður það ekki
endurtekið hér.2 Sr. Sigurður vakti snemma
athygli samferðamanna sinna og meðal annars
hefur Hjörtur eftir nágrannapresti sr. Sigurðar
Z., sr. Jóni Olafssyni í Holti: „Sífellt voru að
kvikna ný hugarleiftur í sál hans. Við hrifumst
með af eldmóði hans og bjartsýni. Hann var
mjög tilfinninganæmur og viðkvæmur í lund.
En hann var alltaf hlýr í viðmóti og bamslega
einlægur og laus við undirhyggju. Þess vegna
1 Alþbl. 5. janúar 1943.
2 Mbl. 15. júlí 2000.
Sr. Sigurður Z. Gíslason.
held ég að menn hafi borið því hlýrri hug til
hans sem þeir kynntust honum betur“...
Haldið til nýársmessu í Hraunskirkju
Við hverfum nú til ársins f942 og vestur í
Dýraijörð. Jólin voru liðin. Misserin á undan
höfðu verið sóknarprestinum á Þingeyri
og byggðinni allri erfið. Hræðileg örlög
vélskipsins Fróða og áhafnar hans í kjölfar
stríðsárásarinnar í mars 1941 sat enn sem
djúpt sár í hugum fólks og fleira dapurlegt
hafði gerst.
Ætla má að annir prests hafí verið tölu-
verðar; hann þurfti að syngja jólamessur í
Þingeyrarkirkju og heimili hans tók sinn tíma
enda bömin orðin sex, flest innan fermingar.
Daginn fyrir Gamlársdag átti hann þó stund
hjá góðvinum sínum, Elínu húsfreyju og
Angantý Arngrímssyni skrifstofumanni á
Þingeyri, „glaður að vanda og ræddi við okkur
ýmis þau mál er hann bar mest fyrir brjósti“
skrifaði Angantýr.3
3 Úr bréfi Angantýs Amgrímssonar, 18. apríl 1943.
114