Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 119
Prestur hverfur á leið til kirkju á nýársdag
Leiðin sem sr. Sigurður reið frá Þingeyri út með firðinum um Haukadal og til Sveinseyrar, sem við sjáum til hœgri
á myndinni. Þaðan gekk hann um Hálsa ogfyrir Eyrarófœru undir Arnarnúpnum sem þar gnæfiryfir. Ljósmynd:
Davíð Davíðsson.
Getgátumar urðu víst margar. Atburðurinn
snart fólk djúpt sem von var og vakti mikinn
óhug í byggðarlaginu. Ýmsar sögur fóru á
kreik, svo sem gjaman gerist í kjölfar slíkra
atburða, jafnvel um það að prestur hefði, með
eða móti vilja sínum, horfið með skipi sem
þarna hefði átt leið um.15 Og ábendingar um
afdrif prests tóku að berast, sumar langt að.
Benedikt, bróðir sr. Sigurðar, hringdi daglega
í Kristján á Amamúpi til þess að færa honum
ábendingar um hvar leita bæri, ábendingar
byggðar á draumum hans og annarra.16
Guðrún Benjamínsdóttir sagði sömuleiðis
frá ábendingu í áðumefndu bréfi sínu til Gísla,
föður sr. Sigurðar:
Sigurjón Pjetursson á Alafossi hringdi til
Magnúsar Amlín hjer [á Þingeyri] og sagði
honum að síra Sigurður lægi í gili undir
snjó og skipaði að grafa innra gilið við
ófæmna. Leitarmenn grófu það gil allt upp.
En svo vildu sumir grafa gildragið, sem er
fyrir utan ófæmna. En samkomulag náðist
ekki [um] að grafa það gil og það hefi
jeg aldrei skilið. Leitarmenn voru 50 að
tölu, svo það hefði tekist og þá hefði líkið
fúndist, því þar var hann svo Sigurjón á
Alafossi fór með rjett. Aðeins giljavillt. En
jeg býst við að fáir hafa trúað Sigurjóni.17
Má vera að hér hafí einhverju máli skipt að
Guðmundur bóndasonur á Amarnúpi, sem
vel var kunnugur öllum aðstæðum þarna og
hafði farið ásamt Sigríði systur sinni þar um
sama daginn og slysið varð, en þau töldu
að snjóskriðan í ytra gildraginu hefði verið
löngu fallin. Eflaust hefur nýfallinn snjór
15 Úr samtali við Knút Bjamason. 17 úrbréfiGuðrúnarBenjamínsdóttur, 16. apríl 1943.
16 Ur samtölum við Elís Kristjánsson
117