Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 130

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 130
Múlaþing Fylfullar Sandvíkurhryssur á bæjarstæðinu í Parti sumarið 1961. Ljósmynd: Guðmundur Sveinsson. voru hrossin rekin út að Stuðlum og þaðan upp í Sandvíkurskarð sem er brattur ijallvegur en ein ijölfarnasta leiðin til Sandvíkur. Flestar þessar hryssur sem komu í upphafi þóttu kjötmiklar að sjá enda var hugmyndin að framleiða folaldakjöt á neytendamarkað. Sennilega hefur megnið af þeim komið úr ræktun vinnuhesta sem var reglulega stunduð fram á fimmta áratuginn. Almenn hrossaeign var annars á undanhaldi á þessum árum þar sem dráttarvélar og jeppar höfðu rutt sér til rúms og drógu nú plóga, sláttuvélar og kerrur sem hestamir gerðu áður. Samt hefur í upp- hafí vafalaust einnig verið hugsað fyrir þeim möguleika að selja brúkunarhross fyrst að valinn var svo vel ættaður foli til að ganga í stóðinu. Þó kom á daginn að búvélaframleiðsla var í svo örri þróun á þessum tíma að hestar til vinnu voru nánast gleymdir og almennur hrossaáhugi dvínandi. Fólk kaus orðið heldur að fara ferða sinna á jeppa heldur en að taka hest. Þó munu bændur í Norðfírði alltaf hafa keypt árlega eitthvað úr hópnum enda var skjótti liturinn nokkur nýlunda á svæðinu og ekki laust við að litadýrðin freistaði manna þegar endumýja þurfti smalahesta sem alltént vom nauðsynlegir á flestum bæjum. Kom það til með ýmsum hætti að menn eignuðust folöld úr stóðinu. Eitt sinn stökk rauðskjótt hestfolald út af bil í svarta myrkri þegar verið var að taka sláturfolöld í Skugga- hlíð. Daginn eftir fannst það á rangli niður við Norðijarðará og keypti Jón Davíðsson í Skálateigi folaldið og gerði að nothæfum hesti. Mótlæti Ekki voru hryssumar fyrr komnar til veru í Sandvík en að lagðist einn snjóþyngsti vetur á öldinni, snjóaveturinn 1950-1951, með öllum þeim harðindum sem honum fylgdu og víða er getið. Byrjaði það með afspyrnuveðri 1. desember eftir tiltölulega langan góðviðris- kafla. í Skuggahlíð kostuðu snjóþyngslin 30 vikna innistöðu á fé og snjóinn tók ekki af túnum fyrr en í júní. Kaupa þurfti að bæði kjamfóður og hey, sem flutt var með skipum til Neskaupstaðar. Vom það helst Sunnlend- ingar sem vora aflögufærir með hey eftir gott þurrkasumar syðra. Fóðurkaup í svo miklum mæli reyndu mjög á efnahag bænda. 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.