Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 135
Sandvíkurstóðið
Við Tamningarstöðvarslit á Egilsstöðum 1963.
F.v. Bjarni Einarsson á gráum Lýsingssyni
Þorsteins á Skjöldólfsstöðum og Hallgrímur
Bergsson á Lokki Þorvaldar í Hjarðarhaga.
Ljósmyndfrá Hallgrími Bergssyni.
F.v. Hallgrímur Bergsson áLokki frá Sandvík, Gunnar Egilson
á brúnum óþekktum, Armann Guðmundsson á stjörnóttum
óþekktum og Bjarni Einarsson á Grána frá Skjöldólfsstöðum.
Myndirnar eru teknar til norðurs við hornið á Sláturhúsi KHB.
Ljósmyndfrá Hallgrími Bergssyni.
Veturinn eftir eða á útmánuðum 1963
kemur Skjóni aftur í þjálfun í Egilsstaði. Þá
vinna á tamningastöðinni Hallgrímur Bergs-
son og Bjami Einarsson. Hallgrímur segir að
í byrjun hafí Skjóni sótt í að keyra höfuðið
undir sig í reið, en þegar var búið að ná honum
í reisingu varð hann fínn, og reyndist með
tímanum fljúgandi gæðingur. Sumarið 1963
er Skjóni sýndur með afkvæmum á fjórðungs-
móti á Egilsstöðum eftir tiltölulega stutta
þjálfun og hlaut þar 1. verðlaun. Leifur Jóns-
son í Skálateigi, þá 16 ára gamall, reið Skjóna
í forkeppni á mótinu, en Hallgrímur Bergsson
sýndi hann í lokasýningu.
Sumarið 1963 er Skjóni settur í síðasta sinn
til Sandvíkurmeranna en Þorkell Bjamason
hrossaræktarráðunautur á Laugarvatni hafði
milligengist sölu á Skjóna í kjölfar fjórðungs-
mótsins og fór hann um haustið á Suðurland
þar sem hann var notaður til kynbóta eftir það.
I skiptum fyrir Skjóna útvegaði Þorkell þeim
Guðjóni og Hermanni graðfola á ijórða vetri,
Bleikblesa frá Hlíð undir Eyjaljöllum, sem tók
þá við hlutverki Skjóna í Sandvíkurstóðinu.
Skjóni var vöðvamikill hestur og gaf
nokkuð kjötmikil hross með hryssunum í
Sandvík. Virtist hann koma vel út með tilliti
til þess að aðaláherslan með Sandvíkurstóðinu
var kjötframleiðsla. Nokkrir hestar voru til
undan honum í Norðfírði. Nefndir hafa verið
Grænanes-Jarpur, Miðbæjar-Jarpur, Seldals-
Jarpur og Léttfeti í Skuggahlíð, sem allir
þóttu heldur þunglamalegir reiðhestar og
gátu kastað á sig miklum holdum í högum.
Þá vom hestar til lítils annars notaðir en til
gangna á haustin.
Þó komu fram nokkur hross undan Skjóna
sem vom sannkallaðir gæðingar. Má þar nefna
Skessu, jarpskjótta hryssu á Skorrastað, tvo
TveirSkjónasyniríSkuggahlíð. T.v. Vinur, eign Steinþórs
Þórðarsonar og t.h. Léttfeti, eign Sigrúnar Guðjónsdóttur.
Ljósmynd: Herdís Guðjónsdóttir.
133