Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 150
Múlaþing
TeikningJóns afjyrsta bœnum sem hann mundi eftir íMöðrudal. Bæinn byggði Sigurður JónssonfaðirAðalbjargar
fyrri konu Stefáns Einarssonar föður Jóns.
í framtíðinni því nú fer að halla ævi minni og
konu rninnar Þórunnar G. B. Vilhjálmsdóttur.
Steinbyggingunum þarf ekki að lýsa, þær sýna
sig sjálfar nokkuð lengi.
Utihús eru sem hér segir. 2 beitarhús, önnur
á Búðarhólshrvgg byggð 1922, húsin rúma
240-60 ær og kofí fyrir fáein lömb og hlaða
úr grjóti byggð 1936 með jámþaki, lítil. Hin
beitarhúsin em fram við Langamel fremst í
Blánni. Þau rúma nú 180 ær og svo er hús áfast
íýrir 70 lömb, ágætt hús. Heima em Ærhúsin
rétt norðan við stcinljósið og nýja steinhúsið.
Þau em 2 hlið við hlið og rúma 180 ær, við
þau er hlaða með jámþaki og timbur á suður-
enda 8x17 álnir og 6 álnir í vegg og hrútakofi
norðan við. Norðara húsið er lélegt og þarf
að endurbyggja í vor. („ Var endurreist 1940 “
innskot síðar). Svo em 3 hesthús sem rúma
18-20 hesta, allgóð öll. Hlöður við 2 þeirra,
(„ öll “ innskot síðar) sem rúma 40 hesta hvor.
Svo em Lambhúsin við lækinn á Tungunni og
Homgrýti, sem rúma um 70 lömb hvort. Hlaða
við lambhúsin 8x16 alin og 6 alin á hæð og
hlaða við Homgrýti fyrir 40 hesta. Svo em 3
kofar, 1 á gmndinni fyrir 50 kindur, annar á
Tungu þar sem Austurhús var áður og einn í
Dalhústóttum.
Landlýsing
Bæiarlönd. þau liggja vestur við Jökulsá, afar
stór mýri með þurrum lauf- og lyngbörðum
báðum megin. Þar inn af era Amardalsevrar.
laufengi. Lónabotnar þar norðar og útaf meðf-
ram Lónum. Hrossanál og mýrgresi og lauf
flesjur. Hólmar em í Lónunum, sem áður var
varp í. Lónaflötur út með að vestan, er nú að
verða að lauf og mýrarengi, var áður er ég man
fýrst mosaþembur.
148