Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 153
Ornefni í Möðrudalslandi
Myndin er tekin í norðvestur yfir Illasund. Fyrir miðri mynd eru Gildrumelar og Tindhóll, utar Sandfell og
Geldingafell. Landið íforgrunni er nú mjög blautt og mýrlent en var um aldamótin sléttur sandur og þembur lítið
grónar. Segir Jón, að þá hafi mátt hleypa förhesti frá Vatnsstœðismelum út að Tindhól og heim að Möðrudal.
Ljósmyndari og eigandi myndar: Grétar Jónsson.
af Lindhólsröndinni_fremst í Kjólsstaðamel en
hvergi engi þar enþá. Þá eru Vatnsstæðismelar
og norðan þeirra er Illasund, þar var melland
er faðir minn kom hingað, en var að byrja að
koma í það mýrardöp um 1894-1900 en er nú
algróið og ágætt mýrarengi með leirtjömum
þar sem áður var slétt eða gjaman melgígar og
em gígamir að steypast ofan í leirtjamimar.
Nyrst við Illasund eru Vörðumelar tveir,
svðri og nvrðri. þá Kletthólssund út að Bæjará
og Kletthóll. Vestan við Kletthól ofan að Bjá
er Breiðasund nú kallað alveg fram að Tind-
hól. þar suðaustur af er Gildrumelur. Suður
af Tindhól er gríðar stór mýri komin nú sem
áður var mosaþemba og sandur. Breiðasund
var allt sandflag fyrst er ég man og upp að
Kletthól. Fyrstu blettir sem voru slegnir í ung-
dæmi mínu 1890-1900 vom neðan við fremri
Vörðumel og syðst og austast í Illasundi og
sunnan og austan við Gildrumelinn, sem sagt
fremst í Illasundi, en hitt var mikið sandur og
mosar utar í Illasundinu.
Þegar ég man eftir fyrst voru þreifandi
sandveður hér fyrir framan bæ fram að Tind-
hól alla leið, nema í Blánni hún fór aldrei í
sand. Bláin liggur austan megin Kjólsstaðaár
frá Langamel út að Vígtorfubarði eða Bláar-
barði sem nú er oftast kallað. Nyrst í Blánni
er Illagróf. Utan við Vígtorfu er Flagið sem
kallað er og Kiólsstaðasporður að Staðará,
Bæjará öðm nafni.
Sandar er stykki nefnt milli Staðarár og
Sauðár austur við Fjallgarð og hér niður að
Dvsium. Möðrudalur er kallaður meðfram
Möðrudalsánni [Staðará, Bæjará]GJ upp við
fjallgarð sem liggur í hálfhring kringum
Möðrudalshrvgg efri en Neðri-Möðru-
dalshrvggur er neðan við dalinn. Nyrðst á
Neðri-Möðrudalshrygg er Möðrudalshóll.
þar niður af eru Kollóttuöldur svðri og vtri
151