Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 157
Ornefni í Möörudalslandi
Myndin er tekin í norður. Lengst til vinstri sjást bœjarhús í Möðrudal sem ber í Sandfell, utar Geldingafell,
Vegahnjúkur, Sauðahnjúkur og Viðidalsfjöll. Kletthólssund í forgrunni en þar voru á búskaparárum Stefáns
Jónssonar mosaþembur og sandur. Ljósmyndari og eigandi myndar: Grétar Jónsson.
eyðileggjast, en eru nú að gróa upp aftur alla
leið ofan að Siónarhól og út að Illutjömum og
ofan að Flagi sem kallað var, og er sem þar sé
nú algróið ágætf engi. Það var kolsvart flag
er ég man fyrst frá Selhól suður í Þvermela.
og ofan að Búðarhólshrygg. Þá em Víðinesin
efra og neðra suðvestur af Sauðafellstj örnum.
Þau blésu aldrei upp en em nú fremur að blása
syðst og versna engið í þeim. Þar var lauf og
grasengi fram undir þetta.
[Árið 1944 er bætt við inní handritið
eftirfarandi setningu: ..Nú óðum að gróa upp
aftur.1 GJ-
Diúpihvammur er við Sauðá sunnan
Sauðafells, laufeingi dálítið í honum, er
véltækt. Votihvammur var gott engi en er
nú heldur að versna og ber aur ofan í hann
að austan Þeir em báðir við Sauðá. Þá er
Ærvaðsnes. þá Búdriúfames. Þar eru ennþá
dý sem áður og yfírleitt em öll nesin lík því
sem þau áður vom, nema fremur verið snegg-
ri. Búdriúfarlind rennur úr nesinu í Sauðá
austan við Selið. Tíkarlind kemur þvert að
utan í hana. Þá er Selið hátt holt með túnrót
á og Huldulind sprettur undan því að vestan
og rennur niður Huldunesið. Þá er Skiald-
vararklettur og Hvammar út að Búðarhólsgróf
þar sem hún kemur í Hvanná og Hvannárevrar
þar neðan við ofan að Sandfelli. Þar neðan
við eru Sandfellslindur. Þá er Háröndin frá
Selá suður að Búðarhólsgróf. Hún var ágætt
melland og er ennþá talsverður melur í henni
og þrautabeit á vetrum af húsunum, sem nú
em á Búðarhólshrygg syðst. Beitarhús þau
voru byggð 1921-22 og rúma 240-50 ær og
fáein lömb má hafa í kofa þar við. Hlaða lítil
var byggð 1936 áföst við húsin. Þá er Blót-
keldugróf út við Selá austan við Háröndina
og Blótkelduhom. Þar er gömul hoftótt út við
Selgilið lítið eitt austan við gömlu byrgja-
tætturnar (beitarhúsatættur). Utan við Selgilið
er Bvrgiakriki. var gott melland er ég man
fyrst, en er nú að minnka melur þar en aukast
stórum gras. Það er nú melland út að Selá en
155