Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 60

Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 60
58 HEILSUVERND einnij> borðaðar hráar, t. d. með salatinu, og hreðkublöðin cru ágætismatur, 5 sinnum auðugri að C-fjörefnum en hreðkurnar sjálfar. Þau má borða á sama hátt og salat eða fiflablöð. Þannig má einnig borða blöð áf næpum og gulrófum. Tómata og gúrkur á að þvo vandlega, eins og annað græn- meti, og borða síðan hrátt. Ágætt með salati og öðru liráu græn- ineti. Ennfremur með brauði og mysuosti. Varast skyldi að leggja gúrkurnar í edikslög, eins og algengt er. Njólajafningur. Ung njóiablöð eru þvegin vandlega, sett í sjóðandi vatn, látin sjóða i 5 mín. og vatninu kastað. Við það hverfur oksaisýran úr njólanum. Saxa siðan njólann með hnif eða í vél og setja út i jafning, sem búinn er til úr heilhveiti á venjulegan hátt. Á sama hátt má matreiða blöð af næpum og gulrófum. Bakaðar kartöflur með lauk. Vi kg. kartöflusneiðar. 1 bolli iauksneiðar. 1 bolli rjómi. Leggja lög af kartöflu- og lauksneiðum á víxl i eldfast mót og smjör á milli laga. Hella rjómanum yfir. Baka við meðalliita 1—1 % klst. .Borða heitt. Byggmjölsvellingur. Bygg er mjög lioll og næringarmikil korntegund. Það var mik- ið notað hér á landi um skcið (sjá ritgerðina „Heilsufar og mataræði á Islandi fyrr og nú“ i „Nýjum leiðum II“). Banka- bygg hefir fengizt í sumum verzlunum að undanförnu. Þeir sem iga handkvarnir, geta malað það sjálfir. Einnig má nota jiað heilt í súpur. Byggmjölsvellingur er með allra Ijúffengustu grautum. 5 bollar vatn; Vi bolli byggmjöl; 3 matsk. rúsínur; 5 -6 boll- ar mjólk; Vi tesk. salt. Byggið er soðið í vatni ásamt rúsínum við hægan hita í 15— 20 mín. og hrært vel í á meðan. Þá er mjólkin sett út i og lát- in hitna. Þá má einnig búa til þykkan byggmjölsgraut úr byggmjöli og vatni á sama hátt og hrisgrjónagraut. Fíkjugrautur (mólinógrautur). Þetta er mjög Ijúffengur grautur og hentar vel þeim, sein þola ekki krúska vegna bólgu eða sára i mcltingarfærunum. 3 brytjaðar fíkjur, 1 2 matsk. rúsinur og 1 matsk. liörfræ er

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.