Heilsuvernd - 01.04.1946, Qupperneq 65
HEILSUVERND
63
Á að „bæta“ brauðin?
Eins og kunnugt er, þá en livítt hveiti framleitt á þann hátt, að
við mölun hveitikornsins er hýði og kim skilið frá en hinn
hvíti kjarni gerður að fínu livítu mjöli. Hýði og kími fylgja
verðmætustu efni kornsins, svo að segja öll fjörefnin, megin-
hluti málmsaltanna, fitan, beztu eggjahvítuefnin og grófefnin.
Hvíta hveitið er því með allra einliæfustu fæðutegundum, sem
þekkjast.
Til þess að ráða nokkra hót á efnaskorti hvíta hveitisins, hef-
ir i sumum löndum verið gripið til þess ráðs, að bæta Bi-fjör-
efni, kalki og járni í það, þegar búin eru til úr því brauð. Um
j>essa ráðstöfun hefir mikið verið rætt og ritað, og sýnist sitt
hverjum.NáttúruIæknar og margir merkir næringarfræðingar hafa
jafnan haldið því fram, að beztu brauðin séu þau, sem/bökuð eru
úr nýmöluðu mjöli, ösigtuðu, eða 100% mjöli, eins og það er
nefnt. Þeir segja að allar ,,uppbætur“ séu kák eitt. Þessari skoð-
un virðist vera að aukast f.vlgi mcðal lækna, ef dæma má af
eftirfarandi ummælum úr aðallæknablaði Englendinga, „Lancet“.
Þar segir svo 19. jan 194(5:
Allt sem við vitum i liffræði og næringarfræði mælir gegn
því, að matvæli, t. d. livitt hveiti, séu „bætt“ með tilbúnum fjör-
efnum eða steinefnum, þvi að það er ekki hægt að skila mat-
vælunum aftur öðrum efnum en þeim, sem þekkt eru og vitað
er, að hafi verið tekin burt. Það væri æði djarft af malara, að
þykjast geta bætt upp allar þær verðmætu amínósýrur, öll þau
steinefni og fjörefni, sem liýði og ytri hlutar hveitikornsins
liafa að geyma. „Menn verða að viðurkenna, að þegar leggja
skal grundvöll að heilbrigði og réttri næringu, dugir ekki að
treysta á tilbúin eða samanþjöppuð fjörefni. Þegar allt kemur
til alls, hlýtur rétt næring að byggjast á hæfilegri neyzlu nátt-
úrlegra fæðutegunda“. (.Boudreau 1945).
Efni næsta heftis verður m. a. þetta: Ferðasaga Jónasar læknis
Kristjánssonar. Skemmtileg og stórfróðleg grein um heilbrigðustu
þjóð i heimi. Saga af auðveldri fæðingu. Saga af manni, sem
læknaðist með mataræði af „ólæknandi“ skjaldkirtilbólgu. Rit-
dómur um Bókina um manninn. Munurinn á náttúrulækning-
um og almennum lækningum. Uppskriftir.