Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 10
8
HEILSUVERND
Hrörnunar sjúkdómar, svo sem tannveiki, meltingar-
kvillar, magasár, botnlangabólga og krabbamein eru bein-
ar afleiðingar dauðrar og ónáttúrlegrar næringar og ann-
arra óeðlilegra lifnaðarhátta. Með þessu höfum við alið
upp mænusóttina og gert tiltölulega meinlausan, huldan
sýkil eða vírus að þeim djöfli, sem vér skjálfum á beinun-
um fyrir og höfum engin ráð til að hindra. Fyrir hvað er
mænusóttin, sem áður var fágæt og tiltölulega meinlítil,
orðin sá vágestur, sem hún er nú? Er það ekki ónáttúr-
leg næring og ónáttúrlegir lifnaðarhættir, brot á því lög-
máli, sem lífinu er áskapað? Er það ekki þetta, sem hefir
svipt og rænt menningarþjóðirnar hinu meðfædda ónæmi
gegn sjúkdómum. Ef reynt væri að útrýma þessum orsökum
þá væri um leið útrýmt f jölda næmra og ónæmra sjúkdóma.
Eg tel það misráðið að vara við sundi og annarri líkams-
stælingu. Bæði sund og leikfimi auka varnarmátt líkamans
gegn næmum sjúkdómum. Hreint blóð er bezta varnarlyfið
gegn öllum sóttum.
Eg vík aftur að því, að þegar mænusóttinni er lokið og
hún hefir unnið sitt eyðileggingarverk, byrjar nýtt iækn-
ingastarf, það að vekja til lífs hina visnuðu vöðva. Líka
þar er heita vatnið og rétt notkun þess bezta vopnið til
varnar og sóknar. Bezta ráðið er hæfilega heit böð með
köldum yfirhellingum á eftir, og vægilegum núningi og
elting og hreyfingu á eftir. Jafnvel eftir margra ára kyrr-
stöðu hefir þessi aðgerð stórbætt úr magnleysi visnaðra
vöðva. En þar má sín ekki síður náttúrleg og lifandi fæða
til þess að endurlífga hálfdautt hold.
Ríkjandi menningarhættir.
Eg er sannfærður um, að þeirra tíma er skammt að bíða,
að augu manna opnist fyrir mörgum heilsuspillandi á-
hrifum hinna ríkjandi menningarhátta. Gegn þessum ó-
hollu menningarháttum verður hafin eða er þegar hafin
uppreisn, sem ekki verður kæfð. Þó að hún fari hægt enn-
þá, brýzt hún síðar fram svo hriktir i hinni spiltu sið-