Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 11
HEILSUVERND
9
menningu, sem hvílir á úrkynjun og sjúkri nautnasýki og
fíkn í eiturnautnir. Vaxandi sjúkdómar spá ekki góðu um
framtíð þjóðar vorrar og sjálfstæði hennar. Hver ber á-
byrgðina á allri tregðunni gegn því að fá innfluttar ómal-
aðar korntegundir, heldur fornmalað mjöl, hýðislaust hvít-
bleikt, dautt hveiti, hvítan anilinlitaðan sykur, rándýrar
og dauðsoðnar vörur? Allar eru þessar aðfluttu matvörur
hinar lélegustu að kostum og óhjákvæmileg og áreiðanleg
orsök sjúkdóma.
Það eru fremur ófrjó vísindi að ætla sér að ráða bót á
vaxandi heilsuleysi þjóðar vorrar með því einu að byggja
ný sjúkrahús, þótt stærri og fínni séu, meðan ekki er tekið
fyrir orsakir sjúkdómanna og þær ekki þekktar eða við-
urkenndar.
Á yfirvöldum vorum hvílir þung ábyrgð á heilsufari
þjóðar vorrar. Þjóðin á heimtingu á því að vita hið sanna
í hverju máli og þá ekki sízt því, er varðar heilsu manna
og ráð til verndar henni. Eg get ekki séð, að þjóð vorri sé
að borgnara, þótt vel sé fyrir því séð að flytja inn sterk-
eitraða vindlinga og státað sé af þeirri frammistöðu og
ætíð sé vel séð fyrir nægum vínbirgðum handa hinum
þorstlátu alkóhólistum, meðan ferskra ávaxta er ekki kost-
ur nema af skornum skammti fáeinar vikur alls ársins.
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG ÍSAFJARÐAR
var stofnað hinn 11. maí, og telur deildin um 50 félaga. Framkvæmda-
stjóri NLFl ætlaði að sitja fundinn, en það fórst fyrir vegna veðurs.
Lög voru samþykkt samhljóða lögum hinna deildanna.
t stjórn voru kosin: Formaður frú Guðmundína J. Helgadóttir og
meðstjórnendur: Jónas Magnússon, kaupmaður, M. Simson, ljós-
myndari, Ragnar Bárðarson, byggingameistari og Sigurður Hannes-
son, bifreiðarstjóri. Varastjórn: Halldór Guðjónsson, verkamaður, Jón-
as Guðjónsson, húsgagnasmíðam., og frú Karlinna Jóhannesdóttir.
Endurskoðendur: Harald Aspelund, bifreiðaeftirlitsmaður, og Jónas
Tómasson, bóksali.