Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 13

Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 13
HEILSUVERND 11 Rannsóknir síðustu áratuga hafa varpað skæru ljósi yfir orsakasambandið milli krabbameinsins og iífnaðarhátta hinna siðmenntuðu þjóða. Orsakir krabbameinsins eru ekki neinar bakteríur eða vírusar, sem læknarnir hafa verið svo lengi að leita að árangurslaust. Krabbameiniö er afleiðing af eitrun likamans, sem á rót sína að rekja fyrst og fremst til rangra lifnaðarhátta. Hér tala eg auðvitað almennt, því að mér er fullkunnugt um, að krabbamein getur, í einstökum tilfellum, orsakazt af ytri áverkum, svo sem höggum, fleiðrum, sárum o. fl. En hér er það jafnvel efa undirorpið, hvort þessir ytri á- verkar mundu hafa leitt til krabbameins, ef lífskraftur og mótstöðuafl vef ja þeirra, sem fyrir áverkanum urðu, hefði ekki áður verið lamaður af eiturefnum í blóðinu. Hvað veldur því, að eiturefni myndast í líkamsvefjum okkar? Rangt mataræði og rangir lifnaðarhættir ásamt þarafleiðandi ófullnægjandi innvortis hreinsun líkamans — og efst á blaði má þar nefna þýðingarmesta hreinsunartæki iíkamans: Ristilinn. Það hefir aldrei verið til þess ætlazt, að líkami okkar væri gerður að lifandi sorpræsi fyrir rotnandi úrgangs- efni. En þetta höfum við gert og með því kallað yfir okkur hersingu af sjúkdómum, sem allir eiga einn og sama upp- runa: Sjálfseitrun (auto-intoxication). Við borðum þrisvar á dag — eða oftar. Ristillinn ætti að téema sig að minnsta kosti eins oft á sólarhring og máltíðir eru margar. Dýrin þurfa ekki á neinum leiðbeiningum að halda um þetta, og hinn frumstæði maður ekki heldur. Og það er hneyksli, að hinn siðmenntaði maður, sem ætti að vera hátt hafinn yfir hinn frumstæða mann í öllu, er snertir verndun líkamans og alla heilbrigðishætti, skuli þurfa á. tilsögn að haida í þessum efnum. .Við borðum of oft og losum okkur alltof sjaldan við úr- gangsefnin. Við það framleiðast eiturefni innan líkamans,

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.