Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 16

Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 16
14 HEILSUVERND merkur-Araba og hinu framúrskarandi mótstöðuafli þeirra gegn margskonar sjúkdómum. Hann segir, að meðal þeirra séu sjúkdómar í meltingarfærum svo að segja óþekktir, magasár sjáist varla, og sama sé að segja um krabbamein- ið. Botnlangabólga var ákaflega sjaldgæf og með öllu óþekkt meðal þeirra Araba, sem lifðu á náttúrlegu og ósoðnu grænmeti. Gigt og nýrnasteinar voru einnig ó- þekktir sjúkdómar. Slíkt sjúkdómaleysi getum við einnig öðlast — og jafnvel komizt enn lengra í þá átt en Arabarnir — og sömuleiðis framúrskarandi þol, vinnuþrek og lífsgleði. Það er náttúrleg og heilnæm fæða, sem allra minnst eldborin eða krydduð, etin í hófi og í réttri samsetningu, sem heldur líkamanum hraustum og heilbrigðum og gerir öllum líffærum hans, meltingarfærum, kirtlum, vöðvum, blóðrás, efnaskiptum, hreinsunartækjum — og þeirra á meðal fyrst og fremst ristlinum — kleift að starfa með fullum afköstum. Á þennan hátt verður mótstöðuafl líkam- ans gegn sjúkdómum svo mikið, að sjúkdómar vinna ekki á honum, og hverskonar bakteríur eða sjúkdómafræ. sem kunna að berast inn í líkamann, ná ekki að festa þar ræt- ur, heldur eyðast svo að segja samstundis. I stað hinna ónáttúrlegu og fölsuðu fæðutegunda skul- um við því nota hinar náttúrlegu og ósviknu: heilmjöls- brauð í stað hins hvíta brauðs; í stað hvíta sykursins skul- um við nota þann sykur, sem líkaminn framleiðir sjálfur úr sterkju kolvetnamatvælanna, en sá sykur hæfir eins nákvæmlega og verða má þörfum og líkamsbyggingu ein- staklingsins; í stað hins ofsoðna, sýrugæfa grænmetis skul- um við nota ferskt, ósoðið grænmeti í þeirri mynd, sem náttúran framreiðir það, auðugt að steinefnum og fjör- efnum; ávextina eigum við að borða með hýði og kjarna- húsi; og kartöfluna, þennan framúrskarandi rótarávöxt, eigum við að borða með hýðinu, hæfilega lengi soðna til þess að verða meyr, og sízt af öllu megum við gleyma að nota kartöflusoðið, sem eyðir og læknar liðagigt og gigt.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.