Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 16
14 HEILSUVERND merkur-Araba og hinu framúrskarandi mótstöðuafli þeirra gegn margskonar sjúkdómum. Hann segir, að meðal þeirra séu sjúkdómar í meltingarfærum svo að segja óþekktir, magasár sjáist varla, og sama sé að segja um krabbamein- ið. Botnlangabólga var ákaflega sjaldgæf og með öllu óþekkt meðal þeirra Araba, sem lifðu á náttúrlegu og ósoðnu grænmeti. Gigt og nýrnasteinar voru einnig ó- þekktir sjúkdómar. Slíkt sjúkdómaleysi getum við einnig öðlast — og jafnvel komizt enn lengra í þá átt en Arabarnir — og sömuleiðis framúrskarandi þol, vinnuþrek og lífsgleði. Það er náttúrleg og heilnæm fæða, sem allra minnst eldborin eða krydduð, etin í hófi og í réttri samsetningu, sem heldur líkamanum hraustum og heilbrigðum og gerir öllum líffærum hans, meltingarfærum, kirtlum, vöðvum, blóðrás, efnaskiptum, hreinsunartækjum — og þeirra á meðal fyrst og fremst ristlinum — kleift að starfa með fullum afköstum. Á þennan hátt verður mótstöðuafl líkam- ans gegn sjúkdómum svo mikið, að sjúkdómar vinna ekki á honum, og hverskonar bakteríur eða sjúkdómafræ. sem kunna að berast inn í líkamann, ná ekki að festa þar ræt- ur, heldur eyðast svo að segja samstundis. I stað hinna ónáttúrlegu og fölsuðu fæðutegunda skul- um við því nota hinar náttúrlegu og ósviknu: heilmjöls- brauð í stað hins hvíta brauðs; í stað hvíta sykursins skul- um við nota þann sykur, sem líkaminn framleiðir sjálfur úr sterkju kolvetnamatvælanna, en sá sykur hæfir eins nákvæmlega og verða má þörfum og líkamsbyggingu ein- staklingsins; í stað hins ofsoðna, sýrugæfa grænmetis skul- um við nota ferskt, ósoðið grænmeti í þeirri mynd, sem náttúran framreiðir það, auðugt að steinefnum og fjör- efnum; ávextina eigum við að borða með hýði og kjarna- húsi; og kartöfluna, þennan framúrskarandi rótarávöxt, eigum við að borða með hýðinu, hæfilega lengi soðna til þess að verða meyr, og sízt af öllu megum við gleyma að nota kartöflusoðið, sem eyðir og læknar liðagigt og gigt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.