Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 30

Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 30
28 HEILSUVERND auðvelt er að koma í veg fyrir hverskonar jurtasjúkdóma með því einu að nota réttar ræktunaraðferðar og undir- búa jarðveginn á réttan hátt. Orsakir jurtasjúkdómanna eru því ekki bakteríur, vírusar, sveppir eða skordýr, eins og flestir halda, heldur eiga þeir frumorsakir sínar í jarð- veginum. Heilbrigður og rétt undirbúinn jarðvegur gefur heilbrigðar jurtir, sem standast árásir hverskyns sjúkdóma. Eina rétta leiðin til að forðast jurtasjúkdóma og útrýma þeim er því að undirbúa jarðveginn á réttan hátt. Þá þarf enginn neitt að óttast, engin þörf lyfja, engin rýrnun upp- skeru af völdum sjúkdóma, og það sem betra er, jurtirnar verða betri næring handa mönnum og skepnum. Það sann- aði Howard einnig með tilraunum þarna austur í Indlandi, og verður sagt frá þeim í næsta hefti, um leið og lýst verð- ur þeim ræktunar- og áburðaraðferðum, sem gáfu honum svo góða raun og farið er að nota í Englandi, um Norður- lönd og víðar með sama ágæta árangrinum. NÁMSKEIÐ ARE WAERLANDS I SVÍÞJÓÐ Are Waerland hefir námskeið í sumar fyrir þá, sem vilja setja sig til hlítar inn í kenningar hans og lifnaðarhætti. Sjálfur kennir hann á námskeiðinu og stjórnar því, en meðal kennara verða læknar og einn þekktur jarðyrkjufræðingur, og hann mun kenna ræktunar- aðferðir í samræmi við rannsóknir Sir Alfred Howards, sem skýrt er frá á öðrum stað hér í heftinu. Framkvæmdastjóri NLFt, Björn L. Jónsson, og kona hans, Halldóra Guðmundsdóttir, munu sækja fyrri hluta námskeiðsins 1. til 15. ágúst, og mun verða frásögn af Því i næsta hefti. ÍSLENZKAR NYTJAJURTIR. Lesendur HEILSUVERNDAR eru minntir á, að nú er heppileg- asti tíminn til neyzlu ýmsra heilnæmra og ljúffengra íslenzkra nytja- jurta. Hér í heftinu er sagt frá innlendum tejurtum og í fyrri heftum ritsins, aðallega í 1.-2. hefti I. árg., er sagt frá notkun nokkurra innlendra ætijurta. Þá er í „Nýjum leiðum 11“ ítarleg grein um þetta efni, „Nýtt grænmeti allt árið“. Þessar leiðbeiningar ættu menn að kynna sér rækilega og fara eftir þeim, sérstaklega þar sem annað grænmeti er ófáanlegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.