Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 32

Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 32
30 HEILSUVERND því að komast í kynni við botnlangabólguna og aðra sjúk- dóma, sem algengir eru. Og það að læknar geta verið starf- andi í sömu borg eða héraði árum saman án þess að rekast á eins vel þekktan sjúkdóm og botnlangabólgan er, er fullkomin sönnun þess, að í þeirri borg eða í því héraði er sjúkdómurinn mjög fátíður. Dæmin hér á eftir eru tekin úr nefndri bók Barkers, en hann lætur þess getið, að hann gæti fyllt 50 blaðsíður með svipuðum ummælum. 1. RANNSÓKN BREZKA LÆKNAFÉLAGSINS. Brezka læknafélagið „British Medicál Association“ skip- aði eitt sinn nefnd til að rannsaka, hversu tíð botnlanga- bólga væri meðal ýmsra þjóða í Afríku, Asíu og víðar. Skýrsla nefndarinnar birtist í „British Medicál Journál“ 31. des. 1910, og eru eftirfarandi sýnishorn tekin úr henni. Lucas-Championiere segir frá því árið 1904, að meðal 22.000 rúmenskra sjúklinga úr bændastétt hafi aðeins 1 verið með botnlangabólgu. Bændafólk í Rúmeníu lifir mest- megnis á grænmeti. Borgarbúar, sem lifa að miklu leyti á dýrafæðu, fá margir botnlangabólgu — 1 af hverjum 221 sjúklingi. Jurtafæða Japana og Indverja heima í Indlandi virðist vernda þá gegn botnlangabólgu. Hare frá Philadelphía segir: „Botnlangabólga er tíðari meðal efnaðri manna en fátæklinga“. Sami munur kemur í ljós, þegar bornir eru saman fátækraspítalar og aðrir spítalar í Englandi. Eftirfarandi frásagnir eru valdar úr miklum fjölda svip- aðra dæma. Til samanburðar má nefna, að í Englandi er dánartala úr botnlangabólgu um 9 af hverjum 100.000 í- búum.#) Abbyssinia. Dr. Frank Wakeman, læknir við brezku sendi- sveitina, segir: *) Á tslandi var dánartalan úr botnlangabólgu sem hér segir: Árin 1911-15 4,1; 1931 - ’35 7,9 og 1936 -’40 10,3, miðað við 100.000 íbúa.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.