Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 32

Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 32
30 HEILSUVERND því að komast í kynni við botnlangabólguna og aðra sjúk- dóma, sem algengir eru. Og það að læknar geta verið starf- andi í sömu borg eða héraði árum saman án þess að rekast á eins vel þekktan sjúkdóm og botnlangabólgan er, er fullkomin sönnun þess, að í þeirri borg eða í því héraði er sjúkdómurinn mjög fátíður. Dæmin hér á eftir eru tekin úr nefndri bók Barkers, en hann lætur þess getið, að hann gæti fyllt 50 blaðsíður með svipuðum ummælum. 1. RANNSÓKN BREZKA LÆKNAFÉLAGSINS. Brezka læknafélagið „British Medicál Association“ skip- aði eitt sinn nefnd til að rannsaka, hversu tíð botnlanga- bólga væri meðal ýmsra þjóða í Afríku, Asíu og víðar. Skýrsla nefndarinnar birtist í „British Medicál Journál“ 31. des. 1910, og eru eftirfarandi sýnishorn tekin úr henni. Lucas-Championiere segir frá því árið 1904, að meðal 22.000 rúmenskra sjúklinga úr bændastétt hafi aðeins 1 verið með botnlangabólgu. Bændafólk í Rúmeníu lifir mest- megnis á grænmeti. Borgarbúar, sem lifa að miklu leyti á dýrafæðu, fá margir botnlangabólgu — 1 af hverjum 221 sjúklingi. Jurtafæða Japana og Indverja heima í Indlandi virðist vernda þá gegn botnlangabólgu. Hare frá Philadelphía segir: „Botnlangabólga er tíðari meðal efnaðri manna en fátæklinga“. Sami munur kemur í ljós, þegar bornir eru saman fátækraspítalar og aðrir spítalar í Englandi. Eftirfarandi frásagnir eru valdar úr miklum fjölda svip- aðra dæma. Til samanburðar má nefna, að í Englandi er dánartala úr botnlangabólgu um 9 af hverjum 100.000 í- búum.#) Abbyssinia. Dr. Frank Wakeman, læknir við brezku sendi- sveitina, segir: *) Á tslandi var dánartalan úr botnlangabólgu sem hér segir: Árin 1911-15 4,1; 1931 - ’35 7,9 og 1936 -’40 10,3, miðað við 100.000 íbúa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.