Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 41
HEILSUVERND
39
Líkama manna og dýra hefir verið líkt við vél. En
samlíkingin er röng að öllu öðru leyti en því, að bæði
líkaminn og vélin þurfa eldsneyti til þess að framleiða þá
orku, sem hiti og hreyfing krefur. En vélin getur ekki
endurnýjað sig sjálf. Hún getur tekið við smurningsolíu
inn um eina rauf og peningum inn um aðra og skilað miða
og skiptimynt með meiri hraða en nokkur maður. Vélin
slitnar og gengur úr sér, en að öðru leyti verður engin
breyting á henni. Og hún getur ekki endurnýjað eða gert
við skemmdir, sem á henni verða. En lifandi líkami nærist,
vex, endurnýjar sjálfan sig og gerir við skemmdir. Efnið í
líkamanum er stöðugt að breytast og endurnýjast. Þótt
líkaminn virðist alltaf sá sami, þá er ekki svo. Það er að-
eins formið, sem er varanlegt, en efnið sjálft er forgengi-
legt. Gerð líffæranna og starf helzt óbreytt, og hin ósýni-
lega og hárfína bygging vefjanna og eggjahvítusameind-
anna í frumum og blóði. Þetta form gengur að erfðum til
afkvæmanna. Hinsvegar verður enginn að nauti af því að
borða nautakjöt.
Daglega streymir efni gegnum líkama vorn og út úr
hcnum. Það er byggt upp af jörð, lofti, vatni og sólskini,
íklæðist um stund formi beina, holds, blóðs og heila, til þess
að þjóna vilja vorum, og þessi form eru einatt hin sömu.
Síðan yfirgefur efnið líkama vorn á ný og heldur áfram
hinni endalausu hringferð sinni milli hinnar lifandi og
dauðu náttúru. Frá sólu og vatni, jörð og lofti til aldina og
grænna blaða, frá grasi og korni til kjöts og mjólkur, og
að lokum aftur til jarðar og vatns og lofts. Þessi stöðuga
rás er gefin til kynna í orðum Kristhna hins indverska:
,,Ef eg nem staðar eitt andartak, mun heimurinn líða undir
lok.“
En hvað verður af þessu hverfula efni, sem um skeið
var verkfæri mannsandans? Jurtirnar nærast á þeirri
kolsýru og vatni, sem lungun gefa frá sér með andar-
drættinum og hverfur út í andrúmsloftið. Þar sem náttúr-
an fær að ráða, falla laufblöð og greinar til jarðar, verða