Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 48

Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 48
Alþjóðafélag náttúrulækna gerir Are Waerlanð heiðnrsfélaga sinn. Are Waerland hefir nýlega verið kjörinn heiðursfélagi í alþjóðafélagi náttúrulækna (The International Society of Naturopathic Physicians), sem hefir aðsetur í Los Angeles í Kalíforníu. Eru deildir þessa félags um allan hinn ensku- mælandi heim, og er það orðið mjög fjölmennt, var stofnað 1. janúar 1938. 1 félagi þessu eru sem venjulegir félagar eingöngu lærðir læknar, og hefir Jónas Kristjánsson nýlega fengið upptöku í það. Eins og lesendum HEILSUVERNDAR er kunnugt, hefir Waerland ekki læknispróf, og er hér því um að ræða mjög þýðingarmikla viðurkenningu á lærdómi hans og starfi í þágu heilbrigðismálanna. — Til þess að gefa lesendum HEILSUVERNDAR hugmynd um þann orðstír, sem Waer- land hefir aflað sér meðal fræðimanna, fara hér á eftir ummæli nokkurra merkra manna um hann. Dr. Mikkel Hindhede, hinn heimsfrægi danski læknir og vísindamaður segir: ,,t næringarfræði hefir Waerland meiri þekkingu og langtum meiri reynslu en nokkur læknir. Aðalrit hans á ensku, „In the cauldron of disease", er bezta bók, sem eg hefi nokkru sinni lesið um heilbrigðis- mál.“ Dr. Axel Borgbjcerg, hinn þekkti danski sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, líkir Waerland við Hippókrates, Lane og Kellogg: „Allt sem Waerland ritar, styðst við óyggjandi staðreyndir.,....

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.