Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 51
HEILSUVERND
49
ótvíræðan vott um sjaldgæfa orku og samvizkusemi, að
telja enga fyrirhöfn eftir sér til að gera allt sem bezt. Og
þegar þess er gætt, að Waerland hafði mjög ófullnægjandi
tilsögn, þegar hann hóf íslenzkunám sitt, þá er árangurinn
glæsilegur vottur þess, að þrátt fyrir hinn háa aldur stend-
ur andlegt atgervi og námshæfileikar Waerlands enn í full-
um blóma. Þannig hafa margir, þar á meðal málfræðingar,
sem hlýddu á útvarpserindi Waerlands, „Nýjar leiðir“, sem
hann flutti daginn áður en hann fór, látið í ljós við mig
undrun sína og aðdáun á hinum skýra og lýtalausa fram-
burði og flutningi. Við sem ferðuðumst með honum, sáum
þess einnig fleiri merki, hvílíkur afkastamaður hann er,
t. d. við ritstörf. Útvarpserindið samdi hann t. d. dagstund
eina úti í garði læknisins á Blönduósi. Á ferðalaginu öllu
flutti hann ritvél sína með sér og var sístarfandi, þegar tóm-
stund gafst, sem sjaldan kom þó fyrir nema snemma morg-
uns.
Waerland byrjar daginn snemma, venjulega kl. 4 að
morgni. Ritstjóri einn á Akureyri, sem bjó í næsta herbergi
við Waerland á Stúdentagarðinum seint í júní, sagði okkur,
að það hefði komið fyrir, að hann heyrði til Waerlands
um fjögurleytið — og einu sinni um kl. 3 eftir miðnætti —
og var hann þá kominn á fætur og byrjaður að æfa sig
í flutningi fyrirlestursins. Sjálfsagt mun þessi áætlun hafa
raskast í ferðalaginu, vegna þess hve seint við fórum jafn-
an að hátta. En víst er það, að hversu snemma sem við lögð-
um af stað — og það var oftast kl. 8 að morgni og stundum
kl. 7 — þá stóð aldrei á Waerland, og aldrei þurfti að vekja
hann.
Waerland dáðist mikið að íslenzkri náttúrufegurð. Því
miður var hann óheppinn með veðrið, einkum meðan hann
dvaldi sunnanlands. En meðal þeirra staða, sem honum þótti
mest til koma má nefna Ásbyrgi, Dettifoss, útsýnið til
Herðubreiðar, Hólsfjallaöræfin, siglingaleiðin frá Viðfirði
til Norðfjarðar. Og glóandi Hekluhraunið kvað hann stór-
fenglegasta náttúruviðburð, sem hann hefði nokkru sinni
4