Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 55
HEILSUVERND
53
úr rúminu og hreyfa mig, enda þótt fæturnir væru svo
máttlitlir, að þeir risu naumast undir mér. En eina ósk
mín var sú að komast aftur út í lífið og náttúruna og
heim til fólksins míns, og eg lét einskis ófreistað til að
ná kröftum. Loks var eg útskrifaður hinn 17. júní 1937 og
mér leyft að fara heim. Og eg fékk yfirlýsingu um það, að
eg væri ófær til allrar vinnu ævilangt, og auðvitað einnig
til herþjónustu. Og sannarlega var eg veikur og þreklaus,
já, svo máttlaus var eg, að þegar eg kom inn í svefnvagn-
inn, þá komst eg ekki upp í efra rúmið, sem mér var ætl-
að, heldur lagðist eg endilangur á gólfið. Maðurinn, sem
svaf í neðra rúminu, sá aumur á mér og hafði rúmaskipti
við mig. Og þegar eg kom á leiðarenda, varð að flytja mig
liggjandi á vagni frá járnbrautarstöðinni heim til mín.
Þegar heim kom, kynntist eg nokkrum ,,sólvíkingum“,
sem lifðu á waerlandsfæði. Þeir lánuðu mér tímaritið
,,Frísksport“ með ritgerðum Are Waerlands. Eg lét mér
bendingar þeirra að kenningu verða og fór að reyna sól-
víkingafæðið. Varð mér svo gott af því, að mér fór óðum
fram. Eftir sex mánuði á þessu viðurværi var eg orðinn
eins og nýr maður. Og er árið var liðið, frá því eg fór af
sjúkrahúsinu, þá var eg ekki einasta algerlega laus við liða-
gigtina, hjartasjúkdóminn og alla aðra kvilla, heldur frísk-
ari, hraustari og vinnuhæfari en eg hafði nokkru sinni
verið á ævi minni.
Eg fékk nú atvinnu hjá bændum, sem voru sólvíkingar,
og hefi síðan unnið hjá þeim. Eg vissi sem var, að þar fengi
eg þann rétta mat. Síðan hefi eg unnið baki brotnu, við
skurðgröft og plægingar, í hvaða veðri sem er, oft gegn-
drepa, en aldrei verið lasinn eða illa fyrirkallaður á nokk-
urn hátt. Þvert á móti hefi eg aldrei verið heilsuhraustari
og hafði aldrei látið mér til hugar koma, að hægt væri að
öðlast slíka heilsu.
Með þessu viðurværi gengur þyngsta erfiðisvinna eins
og leikur. Maður þreytist aldrei, er alltaf í góðu skapi, og
það er dýrðlegt að lifa.