Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 59

Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 59
HEILSUVERND 57 ritum. Og danska blaðið Politiken hefir einnig nýlega birt frásögn af tilraunum þessum og telur þær til stórtíðinda. Það er vissulega betra seint en aldrei, að vísindaleg viðurkenning fáist á staðreyndum, sem einstaka viðsýnir heilbrigðisfrömuðir meðal lækna og leikmanna í ýmsum löndum hafa verið að prédika ára- tugum saman án þess að læknar almennt eða þorri almennings hafi gefið því nokkurn gaum og jafnvel dregið dár að. Það eru nú meira en 30 ár liðin, síðan Jónas Kristjánsson byrjaði að prédika hér á landi á móti hvíta hveitinu, sem einhæfri fæðutegund og bein- línis skaðlegri vegna framandi eiturefna. sem í það væru sett. Flestir hafa hrist höfuðið við þessari „firru“. En nú eru vísindin loksins að átta sig, og þá geta neytendur ekki lengur borið því við, að Jónas Kristjánsson eða náttúrulækningastefnan sé hér að flytja einhverjar villukenningar. 1 umræðum um breytingar, sem gera þarf á mölun og meðferð hveitis, til að ráða bót á þessu, hefir verið á það drepið að korn- myllurnar hafi komið upp dýrum tækjum til þess að sprauta hinu eitraða efni inn i mjölið. Nú verði þessi dýru tæki ónýt, og hver á þá að bæta myllueigendunum tjónið? Þetta er óneitanlega dálítið kátbroslegt sjónarmið. Kornmyllurn- ar eru yfirleit stórgróðafyrirtæki. Og ekki sízt hafa þær grætt á því að framleiða hvítt hveiti, sem eyðileggur heilsu manna, bæði vegna skorts nauðsynlegra næringarefna og vegna hinna framandi eiturefna. Það ætlast enginn til, að þær hætti að mala, heldur að þær hætti að eyðileggja beztu eiginleika kornsins. Og fyrir þetta, fyrir það að hætta að byrla almenningi eitur, á að greiða þeim skaðabætur! Þess má geta, að Englendingar banna nú að skilja meira en 5% frá hveitinu, þegar það er malað. Þeir nota m. ö. o. 95% heilhveiti, sem segja má að innihaldi öll þýðingarmestu efni hveitikornsins. Því ekki að fylgja þessu fordæmi Englendinga? AÐALFUNDUR NÁTTÚRULÆKNINGAFÉL. ISLANDS. Aðalfundur NLFl var haldinn í húsi Guðspekifélagsins við Ing- ólfsstræti fimmtud. 29. april. Fundarstjóri var Sigurjón Pétursson, en ritari Hannes Björnsson. Framkvæmdastjóri félagsins, Björn L. Jónsson, gaf skýrslu um starf íélagsins á umliðnu ári, og fer hér á eftir útdráttur úr henni. FélagslífiÖ. Félagsfundir hafa aðeins verið 3 á árinu og auk þess ársskemmtun 10. marz 1947. Stjórnin hefir hinsvegar haldið 18 fundi, þar af 7 með stjórn Heilsuhælissjóðs.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.