Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 66

Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 66
64 HEILSUVERND hverntíma á mánuðunum júní til ágúst. Blóðbergið má þó taka með blómi. Jurtirnar eru teknar í þurru veðri, og þegar þurrt er á — fjallagrös er þó bezt að tína í rekju — og eru tekin bæði blöð og stöngl- ar. — Margar fleiri jurtir geta komið til greina, svo sem fiflablöð, sem eru nokkuð römm. Þurrkunin. Jurtirnar eru hreinsaðar vel og vandlega og tínt úr þeim allt rusl og dauð eða visnuð blöð. Þá eru þær klipptar eða brytj- aðar nokkuð smátt og síðan breiddar til þerris í sól, eftir því sem föng eru á, úti eða inni. Þá má og setja þær í gisna léreftspoka, t. d. kjötpoka, og hengja þá upp úti eða inni. Varast skal að þurrka þær við of mikinn hita, t. d. inni í ofni. En þær þurfa, til þess að geymast vel, að verða svo þurrar, að þær molni milli fingra manns. Og síðan geymast þær bezt í glerkrukku með þéttu loki á. Þess má geta, að vallhumallinn er sérstaklega þurrkvandur. Notkun. Menn verða að þreifa sig áfram með það, i hvaða hlut- föllum bezt er að blanda þessum jurtum saman, og auðvitað er ekki nauðsynlegt að nota allar þær jurtir, sem nefndar voru hér að ofan. Blóðbergið mun flestum finnast bezt, en hinsvegar má ekki nota nema tiltölulega lítið af vallhumlinum, vegna þess hve bragðsterk- ur hann er. Te af þessum jurtum er búið til á sama hátt og venju- legt te, veikt eða sterkt eftir vild. Einnig má hella oftar en einu sinni upp á jurtirnar. Islendingar eru með mestu kaffineyzluþjóðum í heimi, eyða í það dýrmætum gjaldeyri og spilla heilsu sinni, sem er enn dýrmætari. Við þurfum að stefna að því að útrýma kaffinu og gera í þess stað íslenzkt te að þjóðardrykk okkar. Þeir sem reynt hafa, verða að viðurkenna, að te af íslenzkum jurtum er hinn ljúffengasti drykkur, sem stendur útlendu tei sízt að baki. Að lokum skal þess getið, að ef einhverjir skyldu vilja safna is- lenzkum drykkjarjurtum fram yfir það. sem þeir nota sjálfir, þá mun Náttúrulækningafélag Islands kaupa þær, og eru menn í því efni beðn- ir að snúa sér til framkvæmdastjóra félagsins, Björns L. Jónssonar, Mánagötu 13, Reykjavík, sími 3884. JÓNAS KRISTJÁNSSON læknir, brá sér til Danmerkur 5. maí og kom heim aftur 26. maí. Dvaldi hann lengst af i Humlegaarden, hjá frú Nolfi, lækni, sem lesendum HEILSUVERNDAR er þegar kunn. Hefir hann frá ýmsu að segja úr ferðalaginu, þótt stutt væri, og mun eitthvað af því koma í næsta hefti.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.