Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 14
um sýslunnar. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda sláturfjár, meðalfall-
þunga dilka og flokkun falla í stjörnuflokk og O-flokka í einstök-
um sláturhúsum.
gæðamat (% kjöts)
Sláturhús fjöldi meðalþ. (kg.) ★ 0 00
Borðeyri 14.282 15,93 0,0 11,2 2,4
Óspakseyri 6.583 15,54 0,3 4,8 0,3
Hólmavík 18.622 16,44 1,3 11,4 0,8
Norðurfj- 4.260 16,01 1,0 7,1 1,3
SAMTALS 43.747 16,10 0,7 9,9 1,3
í haust var slátrað svipað mörgu fé og haustið 1986. Fallþungi
dilka var svipaður eða með betra móti, en föll voru áberandi
feitari nú en á undanförnum árum, enda gróður mjög grósku-
mikill.
Skerðing á framleiðslurétti sauðfjárbænda kom misilla við
Strandamenn, og sumir framleiddu nokkuð umfram fullvirðis-
rétt. Fjórir bændur í sýslunni gerðu samning við framleiðnisjóð
urn leigu á fullvirðisrétti. Samkvæmt því er ljóst, að sauðfjárbú-
skapur verður ekki stundaður næstu ár á Hrófbergi, Óspakseyri
og Bakka í BjarnarFirði.
Fimm blárefabú eru nú starfrækt í Strandasýslu, þar af 3 í
Bjarnarfirði, 1 við Hólmavík og 1 í Hrútafirði. Ftjósemi í vor var
urn 6 hvolpar á læðu, og er það með minna móti, en þó vel yfir
landsmeðaltali. Þessa dagana er feldunartími að heljast á refabú-
unum. Söluhorfur eru óljósar, en verð hefur verið lágt að undan-
förnu. Á síðastliðnu ári stofnuðu refabændur á Hólmavík og í
Bjarnarfirði fóðurvinnslustöðina Hólmarif hf. Þar hafa þeir
framleitt refafóður úr fisk- og kjötúrgangi frá matvælavinnslu
KSH. Tvö ntinkabú eru í byggingu í Hrútafirði og einnig stunda
nokkrir bændur kanínurækt sem aukabúgrein.
Utgerð og fiskvinnsla.
Sl. vetur brást veiði á innfjarðarrækju í Húnaflóa, og var aðeins
leyft að veiða 500 tonn i stað 2900 tonna veturinn áður, en þá var
12