Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 18
Byggingar
I sumar hófst bygging nýs verslunarhúss KSH á Hólmavík.
Húsið er nú að verða fokhelt, og er stefnt að því að taka það í
notkun næsta haust. Húsið stendur í grennd við söluskála KSH og
er flatarmál þess 672 nr á einni hæð.
I haust voru steyptir sökklar og kjallari undir nýtt félagsheimili
í svonefndri Jakobínugirðingu á Hólmavík. Húsið verður að hluta
á tveimur hæðum, samtals um 950 m2. Hólmavíkurhreppur og
félagasamtök á staðnum standa sameiginlega að byggingu húss-
ins, auk þess sem ríkið fjármagnar að hálfu þann hluta hússins
sem telst skólamannvirki. Nýja félagsheimilið kemur í stað bragga
sem keyptur var af hernum á Reykjaskóla 1946 og settur upp til
bráðabirgða.
í vor voru tekin í notkun ný sundskýli við sundlaugina í Bjarn-
arfirði. Nýja húsið var vígt við hátíðlega athöfn 9. maí og sá sr.
Hjalti Þorkelsson (Hjaltasonar) prestur í Kristkirkju í Landakoti
um það verk.
Hafln var bygging nýrrar kirkju í Arnesi, og er grunnur nú
tilbúinn. Miklar deilur hafa verið um málefni Arneskirkju milli
þeirra sem vilja byggja nýja kirkju og þeirra sem vilja gera við þá
gömlu. Hafa þeir síðarnefndu hafið viðgerðir á gömlu kirkjunni.
Á Gjögri var í sumar byggt um 120 m2 fiskverkunarhús, og er
eigandi þess Garðar Jónsson. Hyggst hann verka saltfisk í nýja
húsinu, og hefur keypt lítinn bát til að afla hráefnisins.
Af öðrum framkvæmdum í Árneshreppi má nefna stækkun
skólastjóraíbúðar að Finnbogastöðum og framkvæmdir við hafn-
argerð í Norðurfirði. Þar hefur verið unnið við frágang og einnig
hefur verið gerður nýr garður innan við höfnina. Hafnarbæturn-
ar í Norðurfirði auðvelda mjög alla aðdrætti Árneshreppsbúa, en
sem kunnugt er, er landleiðin norður lokuð allt að 7 mánuði á ári.
Skeljavík.
Hólmvíkingar héldu útihátíð á Skeljavíkurgrundum um síð-
ustu verslunarmannahelgi annað árið í röð. Tilgangurinn með
hátíðinni var sem fyrr að afla fjár til byggingar félagsheimilis. Um
16
j