Strandapósturinn - 01.06.1987, Qupperneq 23
Þegar þau Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Sigurðsson „snikk-
ari“ giftust, áttu þau eins og fyrr hefur verið frá sagt, hvort um sig
eitt barn á lífi, en saman eignuðust þau átta börn og af þeim
komust sjö til aldurs.
1. Steinvör Guðrún Mattía, fædd á Broddadalsá í Strandasýslu
16. janúar 1878. Hún giftist Guðmundi Eymundssyni frá Bæ,
bróður Önnu konu Magnúsar hálfbróður síns.
2. Bjarnfríður, fædd á Krossárbakka í Bitrufirði 7. júní 1879.
Hún átti Pétur Hansson í Reykjavík.
3. Guðbjörg, fædd á Felli í Kollafirði 17. nóvember 1881. Hún
giftist Sigurjóni Árnasyni á Hörgshóli í Húnaþingi.
4. Sigurjón, fæddur á Hólmavík 7. maí 1884, lengi kaupfélags-
stjóri þar. Fyrri kona hans var Magndís Benediktsdóttir, seinni
kona Anna Guðmundsdóttir frá Dröngum í Árneshreppi Str.
5. Stefán, fæddur á Hólmavík 16. okt. 1887, skáld. Bjó lengst í
Bessatungu í Dalasýslu. Kvæntur Sigríði Jónsdóttur frændkonu
sinni.
6. Sigrún, fædd á Kleifum 13. nóv. 1889 dáin 24. nóv. sama ár.
7. Jón Þorkell, fæddur á Kleifum 15. júní 1891, úrsmiður í
Revkjavík en áður á Hólmavík, kvæntur Ragnheiði Guðjónsdótt-
ur frá Heiðarbæ í Steingrímsfirði.
8. Sigurður Torfi, fæddur á Kleifum 1. febr. 1896, bóndi í
Hvítadal, kvæntur frændkonu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur frá
Stóra-Fjarðarhorni.
Það var ekki óvanalegt hér á landi á þessum tíma að foreldrar
sem bjuggu við naum efni kæmu barni í fóstur. Fjárhagsafkoma
foreldra Stefáns mun hafa verið erfið enda börnin orðin fimm
þegar hann var í heiminn borinn. Faðir hans var aldrei raunveru-
legur bóndi og hafði því aldrei aðra teljandi bjargræðisvegi en
handverk sitt.
Stefán var heima hjá foreldrum sínum þar til eftir áramót 1889,
þá var hann látinn í fóstur til frænda síns, Jóns Þórðarsonar í
21