Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 24
Stóra-Fjarðarhorni og konu hans Önnu Margrétar Bjarnadóttur
frá Hvítuhlíð í Bitru. Þau voru barnlaus en ólu upp nokkur
fósturbörn.
Af þeim heimildum sem til eru um æsku og uppvaxtarár Ste-
fáns má ráða að hann hafi verið óvenjulega skýr drengur, glað-
lyndur og hrifnæmur. Fósturforeldrar hans munu hafa látið
hann rnjög vel og bundið við hann miklar vonir, þó kannske ekki í
þá átt sem hann sjálfur kaus að ganga.
Sína fyrstu kirkjuferð að Felli fer Stefán níu ára gamall. Hér á
eftir fer brot úr þeim minningum sem hann skráði urn þá ferð og
birtar eru í ritinu „Jólavaka", sem Jóhannes skáld úr Kötlum tók
saman.
„Frá Stóra-Fjarðarhorni, bernskuheimili mínu, er röskur hálf-
tíma gangur að Felli. Alla leið svíf ég, en geng ekki. Hjarta mitt er
þrungið himneskri sælu. Eg heyri fólkið rifja upp fyrri ára kirkju-
ferðir — heillandi fögur jólaævintýri — blessunarstundir hárrar
ævi . . .
Eg kólna af lotningu — Eg er staddur í húsi drottins — í húsi
Jesú Krists. Pabbi leiðir mig við hönd sér inn kirkjugófið og inn í
kórinn. Hann gengur til sætis og setur mig í kjöltu sér, því það er
þröngt í kirkjunni. Ég litaðist urn — Hvílík dýrð. Rautt gullkiæði
er breitt yfir altarið en yfir klæðinu dúkur skínandi hvítur. Á
altarinu brenna níu kerti í þremur glóandi fögrum kertastjökum.
Ég virði altaristöfluna fyrir mér. Á henni eru vængir tveir. Þeir
standa opnir. Á töfluna eru málaðar myndir af postulum Krists.
Þeir bera rauða og bláa kyrtla og ljósin frá altarinu varpa ljóma á
klæði þeirra. Fremst í kórnum hangir ljósahjálmur úr kopar. 1
hjálmkrónunni logar á skínandi fögrurn olíulampa. En í tvísettum
hringröðum umhverfis krónuna brennur á tólgarkertum tólf.
Framar í kirkjunni brennur á öðrum ljósahjálmi. — Yfir kórnum
rís hvelfmg blá og djúp eins og vetrarhiminn. Um veggi er kirkjan
ljósmáluð en bekkir bláir. Bogagluggar eru sex á kirkjunni og
rúður þrjár í hverjum boga, sveigskornir. Sálmurinn er sunginn.
22