Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 34
Tvö bréf snerta klofning eða slit „Dalafélagsins,“ sem hét opin-
berlega Verslunarfélag Dalasýslu. Má mikið vera, ef til er önnur
opinskárri greinargerð Torfa um það efni. Þau birtast í síðasta
kaflanum: Kveðjur við félagsslit.
Fimmtán bréf varða einkum siglingar, afgreiðslu og uppgjör.
Valin atriði úr þeim eru túlkuð og birt í kaflanum: Vorskipin koma
norður.
Þrettán bréf snúast um annan víðfeðmasta þátt í starfseminni,
sauðasöluna til Bretlands. Frásögnin nýtur sín best með því að
birta bréfin í heilu lagi. Kröfur og reglur voru alltaf að breytast.
Annað verða menn að lesa milli línanna. Það sneri að bændunum
og deildarstjórunum. Þeir urðu að hafa fé til taks á réttri stundu á
réttum stað. Hitt sýna bréfin, hvernig Torfi varð að hafa auga í
hverjum fingri og sjá verk og athafnir fyrir langt fram í tímann.
Ekki aðeins í þessum 2 sýslum við Húnaflóa, en einnig í 3 sýslum
við Breiðafjörð. Svo geta menn séð í anda rekstrana streyma sveit
úr sveit, lagðprúða sauði í þúsundatali, sem stefnt var af Strönd-
um, úr Dölum og Húnaþingi, ölluni að ákveðnum punkti við
Hrútafjörð. Mikill kostur var hve aðdjúpt var á Borðeyri. Þar var
hægt að reka féð um borð eftir stuttri lausa- eða flotbryggju, sem
sett var upp árlega. „Búkkarnir“ voru lengi til og minntu á forna
frægð.
32